Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum vegna úthlutunar listamannalauna árið 2025.
Sjá einnig: Þessi fá listamannalaun árið 2025 – Fá 560 þúsund í verktakalaun á mánuði
Stjórn listamannalauna sendi frá sér yfirlýsingu nú stuttu eftir hádegi:
„Fagfélög listamanna hafa eindregið óskað eftir því síðustu árin að umsækjendur um listamannalaun fái skýrari svör um ákvörðun úthlutunarnefnda. Við úthlutun listamannalauna árið 2025 ákvað stjórn listamannalauna í samráði við fagfélög listamanna og úthlutunarnefndir launasjóðanna að bregðast við þessari ósk og gera þá tilraun að láta ákvörðunartexta umsókna fylgja svarbréfum til umsækjenda. Því miður gekk þessi tilraun ekki eins og til stóð og í tilvikum voru ákvörðunartextar til þess að særa umsækjendur. Stjórn listamannalauna þykir þetta miður og biður þá listamenn sem um ræðir innilega afsökunar. Það hvort ákvörðunartextar fylgi svarbréfum verður tekið til ítarlegrar skoðunar fyrir næstu úthlutun.
Á næstu dögum mun stjórn listamannalauna funda og ræða við úthlutunarnefndir eftir atvikum.“