Í dag var tilkynnt hvaða listamenn fá úthlutað listamannalaunum árið 2025.
Sjá einnig: Þessi fá listamannalaun árið 2025 – Mánaðarlaunin 560 þúsund
Listamannalaun árið 2025 verða 560.000 kr. á mánuði. Um verktakagreiðslur er að ræða.
Launasjóður tónlistarflytjenda úthlutaði 186 mánuðum.
Í flokki tónlistarflytjenda fá 37 rithöfundar úthlutað listamannalaunum í 3 mánuði (átján), 6 mánuði (fjórtán), 9 mánuði (fjórir) og 12 mánuði (einn).
„Umsóknir í launasjóð tónlistarflytjenda tengdust nokkuð skilgreindum samstarfsverkefnum tónlistarflytjenda til afmarkaðs tíma. Úthlutun ber þess merki að töluverður fjöldi úthlutana eru til skemmri tíma en 6 mánaða. Einnig eru tilvik þar sem þriggja mánaða úthlutanir tengjast því að tónlistarflytjandi er einnig að fá úthlutun úr launasjóði tónskálda.“
Aðeins einn fær úthlutun í 12 mánuði, Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran.
Á meðal þeirra sem fá úthlutað 9 mánuðum eru Óskar Guðjónsson saxófónleikari og Ragnheiður Gröndal söngkona.
Á meðal þeirra sem fá úthlutað 6 mánuðum eru Guðrún Dalía Salómonsdóttir, píanóleikari, Magnús Trygvason Eliassen, tónhöfundur, og Þóra Margrét Sveinsdóttir, víóluleikari.
(Nöfn sem eru feitletruð/bold fengu einnig úthlutað listamannalaunum árið 2024).