fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Svavar Knútur fékk höfnunarbréf frá úthlutunarnefndinni en er síðan skráður með þriggja mánaða starfslaun – „Ég skil ekkert í þessu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 5. desember 2024 10:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fékk höfnunarbréf í tölvupósti. Ég skil ekkert í þessu,“ sagði tónlistarmaðurinn Svavar Knútur er DV greindi honum frá því að hann hefði hlotið þriggja mánaða starfslaun úr launasjóði tónlistarflytjenda.

Svavar Knútur var ekki búinn að melta þessi mótsagnakenndu tíðindi er DV ræddi við hann. Hann sagðist hins vegar álíta að hann hlyti að hafa fengið starfslaunin af því hann er skráður á lista yfir starfslaunahafa. Höfnunarbréfið hljóti að vera handvömm.

Sjá einnig: Þessi fá listamannalaun árið 2025 – Mánaðarlaunin 560 þúsund

„Ég þarf þá að plana árið upp á nýtt og nú get ég lagt meiri áherslu á tónleikahalda á landsbyggðinni.“ Svavar, sem hefur áður fengið starfslaun í þrjá mánuði, segist sérstaklega hafa nýtt styrkinn til tónleikahalds úti á landi og muni gera það líka að þessu sinni. Sjálfur er hann fluttur til Akureyrar og unir sér vel þar, segir hægari takt þar en í höfuðborginni henta honum og fjölskyldunni betur.

„Maður græðir klukkutíma hér á dag,“ segir hann, alsæll með lífið á Akureyri.

Hann er líka afskaplega ánægður með óvænt gleðitíðindi dagsins enda var hann, af eðlilegum ástæðum, búinn að afskrifa starfslaun þetta árið.

„Þetta er afskaplega gleðilegt og óvænt. Ég er mjög þakklátur fyrir stuðninginn.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Tveir voru handteknir í aðgerð lögreglunnar gegn barnaníðsefni

Tveir voru handteknir í aðgerð lögreglunnar gegn barnaníðsefni
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Svona er staðan á Reykjanesskaga eftir nóttina

Svona er staðan á Reykjanesskaga eftir nóttina