fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Önnur kæra á hendur Eldi – Sakaður um að segja rangt til um búsetu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. desember 2024 21:42

Eldur Smári Kristinsson. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldur Smári Kristinsson sem var oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í nýafstöðnum alþingiskosningum var kærður fyrr á þessu ári fyrir ummæli sem hann lét falla í garð Samtakanna ´78. Nokkuð hefur verið fjallað um þá kæru í fréttum. Minna hefur þó farið fyrir umfjöllun um aðra kæru á hendur honum en Eldur var kærður til Úrskurðarnefndar kosningamála daginn fyrir kjördag fyrir að hafa gefið rangar upplýsingar um búsetu sína og raunar var fullyrt í kærunni að hann búi ekki á landinu. Nefndin hefur hins vegar vísað kærunni frá.

Eldur hefur verið umdeildur vegna ýmissa ummæla sem hann hefur látið falla á opinberum vettvangi. Hefur hann með þessum ummælum m.a. verið sakaður um hatursáróður í garð trans fólks. Eldur heldur því hins vegar fram að hann sé aðeins að segja sannleikann og um ofsóknir í hans garð sé að ræða. Fyrrnefnda kæran varðar ummæli sem Samtökin ´78 segja fela í sér ásakanir í þeirra garð um tælingu barna en miðað við frétt Vísis var kæran lögð fram í júní en lögreglan hafði fyrst samband við Eld vegna hennar í síðustu viku og boðaði hann til skýrslutöku. Málið virðist því enn vera til rannsóknar.

Búi ekki þar

Hin kæran var lögð fram 29. nóvember síðastliðinn, daginn fyrir kjördag, hjá Úrskurðarnefnd kosningamála en úrskurður hennar var kveðinn upp daginn eftir en hann var fyrst birtur á vef Stjórnarráðsins í dag.

Í úrskurðinum kemur fram að samkvæmt kærunni búi Eldur erlendis og hafi hvorki búsetu né fastan dvalarstað á lögheimili sínu. Raunveruleg tengsl hans við Norðvesturkjördæmi séu engin. Þar kemur jafnframt fram að lögheimilisskráning Elds Smára sé málamyndagjörningur til að komast á kjörskrá. Í kjörgögnum séu því villandi upplýsingar um búsetu hans sem séu brot á kosningalögum.

Athygli vekur að rangt er farið með eftirnafn Elds í úrskurðinum en þar er hann sagður Ísleifsson en kæran hlýtur að eiga við hann þar sem enginn annar frambjóðandi Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hét Eldur.

Með rætur

Í auglýsingu Landskjörstjórnar með framboðslistum fyrir kosningarnar var Eldur skráður með búsetu í Borgarbyggð en á Facebook-síðu sinni segist hann búa þó á stað sem er ekki sái sami og gefinn er upp í auglýsingunni. Eldur væri þó alls ekki fyrsti frambjóðandinn sem væri aðeins með lauslega tengingu við þann stað sem hann væri með skráða búsetu á en hér verður ekkert fullyrt um að sú hafi verið raunin hjá honum.

Eldur sagði frá því fyrir kosningar í grein í skagfirska fjölmiðlinum Feyki að hann væri fæddur á Sauðárkróki en hefði alist upp á Suðurnesjum. Hann segist í greininni eiga ættir sínar að rekja til Skagafjarðar og hafi eytt flestum sumrum í æsku hjá afa sínum og ömmu á Grund á Hofsósi.

Það virðist því ekki standast skoðun að Eldur hafi engin tengsl við Norðvesturkjördæmi en eins og flestir ættu að vita er nánast ómögulegt að segja ósatt um ættir sínar og uppruna á Íslandi og komast upp með það.

Hafi Eldi gefist kostur á veita andsvör vegna kærunnar er ekkert minnst á þau í úrskurðinum.

Kærunni var eins og áður segir vísað frá. Var það gert á þeim grundvelli að hún varðaði úrlausnarefni sem væri utan við valdsvið nefndarinnar samkvæmt lögum. Var kærandanum ráðlagt að snúa sér til lögreglu teldi viðkomandi að um refsiverða háttsemi væri að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“