fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Hún var kölluð „Karen“ og segir nú sína hlið á uppnáminu sem vakti reiði margra

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. desember 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem lét rasísk ummæli falla í garð þekkts ljósmyndara og fjölskyldu hans segir að ekki sé allt sem sýnist. DV fjallaði um málið í vikunni og sagði frá myndbandi sem hinn virti brúðkaupsljósmyndari Pervez Taufiq birti á Instagram-síðu sinni.

Pervez, sem er af indversku bergi brotinn en fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum, var á ferðalagi með fjölskyldu sinni frá Cancun í Mexíkó til Los Angeles í Bandaríkjunum þegar kona um borð í vélinni fór að demba yfir þau ókvæðisorðum. Þetta hélt svo áfram þegar vélin var lent á flugvellinum í Los Angeles.

Sjá einnig: Virtur ljósmyndari lenti í ótrúlegri uppákomu á flugvelli – Sjáðu myndbandið

„Fjölskyldan þín er frá Indlandi. Þið hafið enga virðingu, engar reglur, þið haldið að þið getið ýtt öllum – ýtt, ýtt, ýtt. Þið eruð f-king rugluð,” sagði hún og gaf Pervez fingurinn. Frekari orðaskipti fóru fram á milli Pervez og konunnar og ýjaði hún meðal annars að því að hann væri ekki Bandaríkjamaður auk þess að kalla hann „tandoori-rass“.

Konan hafði setið við hliðina á ellefu ára gömlum syni Pervez í vélinni og sagði drengurinn að stúlkan hefði spurt hann hvort hann væri Indverji og var með almenn leiðindi. Sagði Pervez að konan hafi svo haldið áfram í rútu fyrir utan flugvélina og sagt börnum hans að þegja. Það var þá sem hann tók upp símann og tók samskiptin upp.

Óhætt er að segja að myndbandið hafi vakið athygli og var konan kölluð „Karen“ á samfélagsmiðlum – nafn sem gjarnan er notað um hvítar, miðaldra konur í forréttindastöðu sem eru ófeimnar við að láta vita af stöðu sinni.

Nú hefur konan á myndbandinu stigið fram en hún heitir Arlene Bunch og er 64 ára fasteignasali. Hún segir í samtali við Fox 11 í Bandaríkjunum að hún sé ekki rasisti og það hafi verið Pervez sem kom atburðarásinni af stað. Hann hafi verið agressífur, sagt henni að halda kjafti og kallað hana „hvítt rusl“ áður en hann tók upp símann og byrjaði að mynda.

„Ekkert af þessu er í myndbandinu og flestir sem þekkja mig vita að ég er róleg manneskja,“ segir hún en tekur þó fram að líf hennar hafi breyst til hins verra á síðasta ári.

Þá lenti hún í því að gaskútur sprakk á íbúðahóteli sem hún dvaldi á í Mammoth Lakes. Var hún að útbúa morgunmat þegar kúturinn sprakk og hlaut hún meðal annars alvarlega höfuðáverka í sprengingunni. Hún segir að síðan þá hafi skapgerð hennar breyst og hún sé uppstökkari en áður. Það sé hins vegar af og frá að hún sé rasisti og Pervez eigi ekki minni sök en hún á því hvernig fór.

Arlene Bunch slasaðist alvarlega í sprengingunni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Svona verður veðrið í dag: „Líklega versta veður ársins“

Svona verður veðrið í dag: „Líklega versta veður ársins“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“