fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. desember 2024 21:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Samstöðvarinnar og frambjóðandi Sósíalistaflokksins, hefur ekki trú á því að stjórnarmyndun Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins takist. Telur hann að kröfur Flokks fólksins kalli á skattahækkanir sem Viðreisn geti ekki sætt sig við. Hann telur stjórnarmyndunina núna vera hálfgildings sýndarmennsku:

„Til að svara kröfum Flokks fólksins þarf að hækka skatta á fjármagn og fyrirtæki, sem Viðreisn mun ekki fallast á. Ég held að allir viti þetta, en bæði Samfylkingu og Viðreisn finnst mikilvægt að það komi fram að flokkarnir hafi reynt við þennan kost,“ segir Gunnar Smári í pistli sem hann birti á Facebook-síðu Sósíalistaflokksins.

Telur hann að Samfylkingarfólk muni brátt átta sig á því að vart sé kostur á stjórnarmyndun fyrir flokkinn án aðkomu Sjálfstæðisflokksins:

„Samfylkingin getur ekki myndað ríkisstjórn án Viðreisnar nema þá með Sjálfstæðisflokki og Framsókn (34 þingmenn) eða Sjálfstæðisflokki og Miðflokki (37 þingmenn). Viðreisn getur hins vegar myndað hægri stjórn með Sjálfstæðisflokki og Miðflokki (32 þingmenn) og Sjálfstæðisflokki og Flokki fólksins (35 þingmenn). Sú síðartalda er ólíklega nema þá eftir mikið þref, þegar búið verður að berja niður kröfur Flokks fólksins.

Valkostir Samfylkingar er semsé ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki, ef flokknum tekst ekki að koma kröfum Flokks fólksins ofan í kokið á Viðreisn. Valið er þá stjórnarandstaða eða ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Undir hótunum Viðreisnar að mynda hægri ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Miðflokki.

Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna. Að eina færa leiðin í ríkisstjórn sé Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn.“

Gunnar Smári telur að ráðherralisti samstjórnar Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar muni líta svona út:

  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forsætisráðherra
  • Kristrún Frostadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra
  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, innviðaráðherra
  • Jens Garðar Helgason, matvælaráðherra
  • Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
  • Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra
  • Logi Einarsson, menningar- og viðskipta­ráðherra
  • Hanna Katrín Friðriksson, mennta- og barnamálaráðherra
  • Jóhann Páll Jóhannsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra
  • Guðrún Hafsteinsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
  • Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra
  • Alma Möller, heilbrigðisráðherra
  • Guðlaugur Þ. Þórðarson, forseti Alþingis

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Hvað vitum við um harmleikinn í Garðabæ?

Hvað vitum við um harmleikinn í Garðabæ?
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“