Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Samstöðvarinnar og frambjóðandi Sósíalistaflokksins, hefur ekki trú á því að stjórnarmyndun Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins takist. Telur hann að kröfur Flokks fólksins kalli á skattahækkanir sem Viðreisn geti ekki sætt sig við. Hann telur stjórnarmyndunina núna vera hálfgildings sýndarmennsku:
„Til að svara kröfum Flokks fólksins þarf að hækka skatta á fjármagn og fyrirtæki, sem Viðreisn mun ekki fallast á. Ég held að allir viti þetta, en bæði Samfylkingu og Viðreisn finnst mikilvægt að það komi fram að flokkarnir hafi reynt við þennan kost,“ segir Gunnar Smári í pistli sem hann birti á Facebook-síðu Sósíalistaflokksins.
Telur hann að Samfylkingarfólk muni brátt átta sig á því að vart sé kostur á stjórnarmyndun fyrir flokkinn án aðkomu Sjálfstæðisflokksins:
„Samfylkingin getur ekki myndað ríkisstjórn án Viðreisnar nema þá með Sjálfstæðisflokki og Framsókn (34 þingmenn) eða Sjálfstæðisflokki og Miðflokki (37 þingmenn). Viðreisn getur hins vegar myndað hægri stjórn með Sjálfstæðisflokki og Miðflokki (32 þingmenn) og Sjálfstæðisflokki og Flokki fólksins (35 þingmenn). Sú síðartalda er ólíklega nema þá eftir mikið þref, þegar búið verður að berja niður kröfur Flokks fólksins.
Valkostir Samfylkingar er semsé ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki, ef flokknum tekst ekki að koma kröfum Flokks fólksins ofan í kokið á Viðreisn. Valið er þá stjórnarandstaða eða ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Undir hótunum Viðreisnar að mynda hægri ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Miðflokki.
Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna. Að eina færa leiðin í ríkisstjórn sé Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn.“
Gunnar Smári telur að ráðherralisti samstjórnar Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar muni líta svona út: