Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og matvælaráðherra, hefur gefið út hvalveiðileyfi á langreyði til Hvals hf til fimm ára. Einnig hefur tog og hrefnuveiðibáturinn Halldór Sigurðsson ÍS 14 í eigu Tjaldtanga ehf fengið leyfi.
Mbl.is greinir frá þessu.
Samkvæmt leyfunum er heimilt að flytja allt að 20 prósent af aflaheimildum yfir á næsta ár. Fiskistofa og MAST hafa eftirlit með veiðunum.
Einni beiðni um hvalveiðileyfi var hafnað, það er til hrefnuveiða. Ekki kemur fram hverjum var hafnað.