fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

37 milljarða halli hjá hinu opinbera á þriðja ársfjórðungi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. desember 2024 09:38

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áætlað er að tekjuafkoma hins opinbera hafi verið neikvæð um 37 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi 2024 sem nemur 3,1 prósent af vergri landsframleiðslu ársfjórðungsins. Til samanburðar nam hallinn á sama tíma í fyrra 0,5% af vergri landsframleiðslu þess fjórðungs. Frá þessu greinir Hagstofa Íslands.

Áætlaðar er að tekjur hins opinbera hafi aukist um 5,2% samanborið við þriðja ársfjórðung 2023. Tekjur af sköttum og tryggingagjaldi jukust um 7,4% en eignatekjur drógust saman um 7 prósent.

Áætlað er að heildarútgjöld hafi aukist um 11,8% á þriðja ársfjórðungi 2024 miðað við sama tímabil í fyrra og vegur þar þungt 17,8% aukning í útgjöldum vegna félagslegra tilfræsla til heimila. Einnig hafa útgjöld vegna þeirra úrræða sem ríkissjóður hefur gripið til vegna jarðhræringa og eldgosa við Grindavík töluverð áhrif á afkomu hins opinbera.


Afkoma hins opinbera er áætlun út frá bráðabirgðatölum og munu niðurstöður taka breytingum þegar uppgjör liggur endanlega fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Svona verður veðrið í dag: „Líklega versta veður ársins“

Svona verður veðrið í dag: „Líklega versta veður ársins“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“