Áætlað er að tekjuafkoma hins opinbera hafi verið neikvæð um 37 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi 2024 sem nemur 3,1 prósent af vergri landsframleiðslu ársfjórðungsins. Til samanburðar nam hallinn á sama tíma í fyrra 0,5% af vergri landsframleiðslu þess fjórðungs. Frá þessu greinir Hagstofa Íslands.
Áætlaðar er að tekjur hins opinbera hafi aukist um 5,2% samanborið við þriðja ársfjórðung 2023. Tekjur af sköttum og tryggingagjaldi jukust um 7,4% en eignatekjur drógust saman um 7 prósent.
Áætlað er að heildarútgjöld hafi aukist um 11,8% á þriðja ársfjórðungi 2024 miðað við sama tímabil í fyrra og vegur þar þungt 17,8% aukning í útgjöldum vegna félagslegra tilfræsla til heimila. Einnig hafa útgjöld vegna þeirra úrræða sem ríkissjóður hefur gripið til vegna jarðhræringa og eldgosa við Grindavík töluverð áhrif á afkomu hins opinbera.
Afkoma hins opinbera er áætlun út frá bráðabirgðatölum og munu niðurstöður taka breytingum þegar uppgjör liggur endanlega fyrir.