fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fréttir

Vann í lottóinu um helgina: „Með öran hjartslátt langt fram eftir laugardagskvöldinu“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. desember 2024 08:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir stálheppnir miðaeigendur í lottóinu voru með allar tölurnar réttar í útdrættinum um síðustu helgi en potturinn var þrefaldur og innihélt fyrsta vinning upp á tæpar 35 milljónir króna. Skilaði vinningurinn hvorum miðaeiganda rúmum 17,4 skattfrjálsum milljónum.

Í tilkynningu frá íslenskri getspá kemur fram að annar vinningshafinn sé karlmaður sem keypti miðann sinn í Shellskálanum í Austurmörk í Hveragerði.

„Hann heimsótti höfuðstöðvar Íslenskrar getspár snemma á mánudagsmorgun til að skila inn vinningsmiðanum enda hafði sá heppni haft miklar áhyggjur af því hvar öruggast væri að geyma hann eftir að hann hafði áttað sig á stóra vinningnum. Í fyrstu sagði hann að draumurinn væri að geta nú loksins boðið börnunum sínum með sér í ferðalag í aðeins heitara loftslag. Að öðru leyti var allt óákveðið hjá honum enda hefði hann alltaf hugsaði mest um að styrkja við íþróttir í landinu með því að spila í Lottó.“

Hinn vinningshafinn sem var með allar tölur réttar er kona sem keypti sinn miða í gegnum Lottóappið.

„Hún sagðist enn ekki vera farin að trúa þessu, sagðist einfaldlega vera bíða eftir því að vakna og komast að því að þetta væri bara draumur. Hún lýsti því hvernig hún hefði verið hoppandi kát og með öran hjartslátt langt fram eftir laugardagskvöldinu en hún sá það strax í appinu að hún hefði unnið þann stóra. Konan hafði nýverið fest kaup á íbúð og sagði það ólýsanlega tilfinningu að geta nú strax borgað vel inn á lánið sitt,“ segir í tilkynningunni.

Báðum vinningshöfum er óskað innilega til hamingju og þakkar Íslensk getspá um leið kærlega fyrir veittan stuðning sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir fatlað fólk, sem og íþrótta- og ungmennafélögin í landinu þar sem þau njóta góðs af allri sölu Lottó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Vinir og ættingjar Helgu Rakelar hrinda af stað söfnun – „Operation í stólinn fyrir jólin“

Vinir og ættingjar Helgu Rakelar hrinda af stað söfnun – „Operation í stólinn fyrir jólin“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Einar segir Guðmund Andra hafa hæðst að sér þegar hann fékk ekki listamannalaun – „Með tæpar tvær milljónir á mánuði fyrir þægilega þingsetu“

Einar segir Guðmund Andra hafa hæðst að sér þegar hann fékk ekki listamannalaun – „Með tæpar tvær milljónir á mánuði fyrir þægilega þingsetu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Andrés kallar eftir hjálp – „Þetta eru tveir strákar 18 ára gamlir með öll sín skólagögn og persónulega hluti inn á tölvunum sínum“

Andrés kallar eftir hjálp – „Þetta eru tveir strákar 18 ára gamlir með öll sín skólagögn og persónulega hluti inn á tölvunum sínum“
Fréttir
Í gær

Telur Miðflokkinn hafa klúðrað stórsigri – Höfnuðu blessun Guðs og settu gamla jálka í efstu sæti

Telur Miðflokkinn hafa klúðrað stórsigri – Höfnuðu blessun Guðs og settu gamla jálka í efstu sæti
Fréttir
Í gær

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkað um helming á rúmum þremur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkað um helming á rúmum þremur árum
Fréttir
Í gær

Arfurinn sem hún fékk á barnsaldri reyndist dýrkeyptur á fullorðinsárunum

Arfurinn sem hún fékk á barnsaldri reyndist dýrkeyptur á fullorðinsárunum