fbpx
Fimmtudagur 05.desember 2024
Fréttir

Segir að stjórnarmyndun gæti orðin snúin og tveir flokkanna þurfi að byrja á því að svíkja

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. desember 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef úr því stjórn­ar­sam­starfi á að verða þurfa þess vegna tveir stjórn­ar­flokk­anna að svíkja sín aðal­kosn­ingalof­orð áður en han­inn gal­ar einu sinni, hvað þá meir,“ segir leiðarahöfundur Morgunblaðsins í dag en ekki er loku fyrir það skotið að þar haldi Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins, á penna.

Eins og kunnugt er hefur Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, falið Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, að hefja viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Átti Kristrún góðan fund með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, og Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, og má allt eins búast við því að þessir þrír flokkar nái saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar.

Efasemdaraddir

„Mögu­leg rík­is­stjórn þess­ara flokka hefði 36 þing­menn að baki sér, sem er ríf­leg­ur meiri­hluti, og hef­ur nokkuð upp á að hlaupa ef ein­hver í stjórn­ar­liðinu skyldi bila, sem er góð varúðarráðstöf­un. Hinu er ekki að neita að uppi eru efa­semd­ir um hversu líf­væn­leg rík­is­stjórn þess­ara flokka væri, en í því sam­hengi bein­ast flestra augu að Flokki fólks­ins,“ segir leiðarahöfundur og bendir á að þar sé Inga óskoraður leiðtogi en að þingliðið sé nokkuð „sundurleit hjörð“ sem komi úr ólíkum pólitískum áttum. Sumir þar á bæ séu vanir að fara eigin leiðir þegar hentar, jafnvel á dyr.

„Í því sam­hengi má minna á að Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir formaður Viðreisn­ar geld­ur ugg­laust var­hug við óstöðugum sam­starfs­flokk­um, minn­ug þess þegar Björt framtíð sprengdi rík­is­stjórn­ar­sam­starf um lág­nættið fyr­ir sjö árum,“ segir höfundur sem nefnir einnig ýmsar persónulegar ýfingar á milli fulltrúa þessara flokka.

„Inga Sæ­land hef­ur ör­ugg­lega ekki gleymt því að Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir þingmaður Sam­fylk­ing­ar sakaði hana í fyrra um út­lend­inga­andúð í ræðustól á Alþingi. Á milli borg­ar­full­trú­anna Dags B. Eggerts­son­ar og Kol­brún­ar Bald­urs­dótt­ur, þing­manns Flokks fólks­ins, eru væg­ast sagt eng­ir kær­leik­ar held­ur. Sem fyrr seg­ir er meiri­hluti þess­ara flokka þó ríf­leg­ur og hugs­an­lega leggja menn í þenn­an róður, þótt áhöfn­in sé mis­efni­leg,“ segir leiðarahöfundur.

Þurfi að víkja sín helstu loforð

Hann segir að þá eigi eftir að semja um málefnin og þar gætu málin flækst.

„Ekki endi­lega um Evr­ópu­mál­in, því Inga Sæ­land gaf ein­dregið til kynna í vel heppnuðu kosn­inga­upp­gjöri Spurs­mála fyr­ir opn­um tjöld­um á sunnu­dag að það væri allt umsemjanlegt. Þar verða rík­is­fjár­mál­in ör­ugg­lega erfiðari hjalli, því að Viðreisn hét því að hækka enga skatta en hið stóra plan Sam­fylk­ing­ar­inn­ar bygg­ist á því að auka skatt­heimtu ákaf­lega (að breskri fyr­ir­mynd) til þess að auka rík­is­út­gjöld mjög mynd­ar­lega. Inni í því plani rúm­ast hins veg­ar eng­an veg­inn stór­kost­leg­ar út­gjalda­hug­mynd­ir Flokks fólks­ins, sem taka öllu öðru fram,“ segir leiðarahöfundur Morgunblaðsins og bendir á að þarna séu um að ræða meginkosningastef flokkanna þriggja og þau séu algjörlega ósamrýmanleg.

„Ef úr því stjórn­ar­sam­starfi á að verða þurfa þess vegna tveir stjórn­ar­flokk­anna að svíkja sín aðal­kosn­ingalof­orð áður en han­inn gal­ar einu sinni, hvað þá meir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Enn einu gjaldþrotinu hjá Birni Inga lokið

Enn einu gjaldþrotinu hjá Birni Inga lokið
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Viktoría var skilin eftir allslaus í flugstöðinni í Tbilisi – „Hún er peningalaus og kortalaus. Hrædd, kvíðin og ráðþrota“

Viktoría var skilin eftir allslaus í flugstöðinni í Tbilisi – „Hún er peningalaus og kortalaus. Hrædd, kvíðin og ráðþrota“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir rússneska herinn vera eins og „hjólaskóflu“

Segir rússneska herinn vera eins og „hjólaskóflu“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir að Úkraína hafi þörf fyrir skotfæri en ekki friðarferli

Segir að Úkraína hafi þörf fyrir skotfæri en ekki friðarferli
Fréttir
Í gær

Stjórnarmyndunarviðræður hefjast á morgun – „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra“

Stjórnarmyndunarviðræður hefjast á morgun – „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra“
Fréttir
Í gær

„Enginn á að vera hryggur um jólin“

„Enginn á að vera hryggur um jólin“