fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Rifust um peningaeyðslu í fíkniefni því jólin eru á næsta leiti

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. desember 2024 18:33

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla var kölluð út í Árbæ í dag vegna hávaða innandyra í íbúð. Þegar lögreglan kom á staðinn hitti hún fyrir tvo aðila sem voru í íbúðinni. Þau kváðust hafa rifist út af peningaeyðslu þeirra í fíkniefni undanfarið, þar sem jólin væru á næsta leiti.

Ofangreint kemur fram í dagbók lögreglu. Þar kemur eins fram að í Breiðholti barst tilkynning um frelsissviptingu og rán í heimahúsi. Húsráðandi var brotaþoli og voru tveir handteknir á vettvangi vegna málsins. Báðir voru í annarlegu ástandi sökum fíkniefnaneyslu.

Aðili í Hlíðum var ógnandi og í annarlegu ástandi í verslun. Hann hafði brotið hurð innandyra og var handtekinn á vettvangi. Annar aðili hafði sofnað í sameign fjölbýlishúss í hverfinu. Lögregla vísaði honum á dyr og gekk það vandræðalaust fyrir sig.

Eins var tilkynnt um nágrannaerjur í Múlahverfi en lögreglu tókst að stilla til friðar.

Bíll valt í Hafnarfirði og hlaut ökumaður minni háttar áverka, en hann var einn í bifreiðinni. Sá ákvað að leita sjálfur á slysadeild.

Loks var tilkynnt um vinnuslys í Hafnarfirði. Sá slasaði var fluttur á slysadeild af sjúkraflutningsmönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Svona verður veðrið í dag: „Líklega versta veður ársins“

Svona verður veðrið í dag: „Líklega versta veður ársins“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Brynjar gagnrýnir ÍSÍ harkalega – „ÍSÍ og Lárus Blöndal bregðast foreldrum og iðkendum Aþenu“

Brynjar gagnrýnir ÍSÍ harkalega – „ÍSÍ og Lárus Blöndal bregðast foreldrum og iðkendum Aþenu“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sló barnsmóður sína í andlitið þegar hún hélt á syni þeirra

Sló barnsmóður sína í andlitið þegar hún hélt á syni þeirra
Fréttir
Í gær

Teymi sérfræðinga segir að hryllilegt réttarmorð hafi verið framið á Lucy Letby – Sögð saklaus af því að hafa myrt sjö ungabörn

Teymi sérfræðinga segir að hryllilegt réttarmorð hafi verið framið á Lucy Letby – Sögð saklaus af því að hafa myrt sjö ungabörn
Fréttir
Í gær

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“
Fréttir
Í gær

Guðna líst ekkert á blikuna: „Ég spyr ráðamenn þjóðarinnar HVENÆR ER NÓG NÓG?“

Guðna líst ekkert á blikuna: „Ég spyr ráðamenn þjóðarinnar HVENÆR ER NÓG NÓG?“
Fréttir
Í gær

Karl Ágúst leitar að handriti að kvikmynd sem skyndilega er horfið

Karl Ágúst leitar að handriti að kvikmynd sem skyndilega er horfið