fbpx
Fimmtudagur 05.desember 2024
Fréttir

Árni Stefán úthúðar Eddu Björk eftir deilur um hundaræktun – „Þú ert með eitt skítlegasta eðli sem ég hef kynnst“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 4. desember 2024 13:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Stefán Árnason, lögfræðingur og hundaræktandi, hefur birt langan reiðilestur um Eddu Björk Arnardóttur á Nútímanum. Tilefni skrifanna eru deilur sem spruttu upp í Facebook-hópunum Hundar og hvolpar og HRFÍ ræktendur. Edda Björk og fleiri notendur gerðu athugasemdir við það að Árni hafi látið tvo settera, hvor af sinni settera-tegundinni, geta saman sjö hvolpa.

Kona ein segir um þetta got í öðrum af áðurnefndum Facebook-hópum: „Er þetta ekki bara slys?“ – Edda Björk svaraði þessum ummælum svona: „Þá hefði verið eina rétta í stöðunni að sprauta úr henni.“ – Í sömu umræðu brást Árni Stefán harkalega við þessari athugasemd Eddu Bjarkar: „Réttast hefði verið að setja þig í einangrun. Góða nótt skemmdarvargur.“

Önnur kona segir: „Hvers vegna myndirðu blanda þessum tegundum saman? Tíkin ekki komin með 2 ára aldur við pörun og kallar þú þig ekki lögfræðing dýraverndunarsinna.“

Varðandi þessa athugasemd þá bendir Árni Stefán á að reglugerð um velferð gæludýra krefst 18 mánaða lágmarksaldurs við pörun. Tíkin hans hafi verið 24 mánaða.

Edda Björk tekur undir með konunni og skrifar: „Akkúrat! Og vá hvað ég væri ósátt sem ræktandi að selja hreinræktaða hunda sem færu svo í svona. Talar um þá ræktendur sem fyrsta flokks með frábæra hunda og gerir svo þetta!“

Edda spyrst fyrir um hvort hundarnir sem gátu hvolpana hefðu verið myndaðir og augnskoðaðir. Anna Dís Arnarsdóttir, hjá Hundaræktendafélagi Íslands, svarar því að hundarnir séu ekki skráðir í félagið og telur Edda Björk þá að ólíklegt sé að þeir séu myndaðir og augnskoðaðir.

Árni Stefán brást mjög reiður við þessari gagnrýni og sendi Eddu Björk einkaskilaboð sem hún birti í hópnum. Þar segir: „Ég ætla að segja þér eitt. Ég studdi baráttu þína við að halda strákunum en stórsé eftir því. Þú ert með eitt skítlegasta eðli sem ég hefi kynnst og ætla mér að koma því til Frosta. Þú ert hreinræktaðasta drusla Íslandssögunnar.“

„Þú þorir ekki að svara mér ræfill…það breytir því ekki að ég mun núna gera allt í mínu valdi til að ryðja þér“

„Markmið mitt að lögum verður að útrýma þér úr hundasamfélaginu og rökstyðja það við MAST að þú sért svo geðröskuð að þér geti ekki verið heimilt að halda dýr. Góða nótt drusla. Þetta verður markmið mitt, að sjá þig dauða í hundasamfélaginu hvar þú ert ekkert nema meinsemd.“

Segir Eddu hafa viljað 7 heilbrigð hvolpafóstur dauð

Í greininni á Nútímanum rifjar Árni Stefán upp dómsmál Eddu Bjarkar en hún var sakfelld fyrir að flytja syni sína í heimildarleysi frá Noregi til Íslands á meðan faðir þeirra hafði forræði yfir þeim. Kallar Árni Stefán hana margsinnis barnaræningja í greininni. Hann telur síðan ummæli hennar um framgöngu hans varðandi hvolpagotin jaðra við meiðyrði: „Edda heldur fram hlutum sem eiga við engin rök að styðjast, staðhæfingar um tilbúnar staðreyndir, sem meiðyrðalöggjöfin setur rautt ljós á, geta verið refsiverðar.“

Árni Stefán segir síðan um hvolpagotið og ummæli Eddu Bjarkar um þau:

„Nýlega heiðruðu mig og heiminn 7 litlir hvolpar með fæðingu sinni. Foreldrar þeirra eru tveir hreinræktaðir setterar  (standandi veiði og fjölskylduhundar), írskur og enskur. Innfluttir frá virtum aðilum í Þýska hundaræktarsambandinu sem uppfylltu allar heilbrigðiskröfur Matvælastofnunar við innflutning og vinkonu minnar, dýralæknis síðar og til dagsins í dag.

Barnaræninginn Edda þurfti af einhverjum óskiljanlegum ástæðum að opinbera það sem hún skilgreindi ábyrgðarleysi mitt með þessu goti og vara við mér frá fyrri kynnum. Staðreyndin er sú, sem fyrr segir, að ég hefi aldrei átt samskipti við þennan eitraða draug sem Edda er innan hundasamfélagsins.

Þær stöllur Edda og Anna töldu, óspurðar, á opinberum vettvangi,  að eðlilegast hefði verið að framkvæma fóstureyðingar á framangreindum hvolpum, vegna þess eins að um hvolpa undan hreinræktuðum settum var að ræða af sitt hvorri setterategundinni, sem hvorki hefðu verið augnskoðaðir né mjaðmamyndaðir. Slíkt inngrip skilgreini ég sem dýraníð á heilbrigðri móður sem engin ástæða var til að ætla annað en gengi ekki með heilbrigð fóstur og í ljós kom að var rétt, eftir fæðingu þeirra.

Umræddur starfsmaður HRFÍ, Anna, kann greinilega ekki skil á annars eðlilegum reglum HRFÍ í hreinræktun hunda. Beitir reglum um hreinræktun á saklaust blendingsgot.

Hvorugt foreldri minna hunda hafa ennþá verið skráð hjá HRFÍ vegna þess eins að ég hef misst tvívegis af augnskoðunum írsku settera minna vegna annríkis. Í kjölfarið ætlaði ég með hundana í mjaðmamyndatöku og til stóð að para þessa innfluttu írsk setter tík mína við írskan setter yfirburðarrakka, sem líklega myndi léttilega rúlla upp tegundarsigrum hefði ég nennt með hann á sýningar HRFÍ. Ég hef hins vegar ekki haft neina löngun til slíks.

Edda og Anna þurftu að agnúast út í þessa saklausu hvolpa af hvötum sem eru mér illskiljanlegar og sem standast enga skoðun.“

 

Fréttinni hefur verið breytt

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einar segir Guðmund Andra hafa hæðst að sér þegar hann fékk ekki listamannalaun – „Með tæpar tvær milljónir á mánuði fyrir þægilega þingsetu“

Einar segir Guðmund Andra hafa hæðst að sér þegar hann fékk ekki listamannalaun – „Með tæpar tvær milljónir á mánuði fyrir þægilega þingsetu“
Fréttir
Í gær

Vann í lottóinu um helgina: „Með öran hjartslátt langt fram eftir laugardagskvöldinu“

Vann í lottóinu um helgina: „Með öran hjartslátt langt fram eftir laugardagskvöldinu“
Fréttir
Í gær

Andrés kallar eftir hjálp – „Þetta eru tveir strákar 18 ára gamlir með öll sín skólagögn og persónulega hluti inn á tölvunum sínum“

Andrés kallar eftir hjálp – „Þetta eru tveir strákar 18 ára gamlir með öll sín skólagögn og persónulega hluti inn á tölvunum sínum“
Fréttir
Í gær

Telur Miðflokkinn hafa klúðrað stórsigri – Höfnuðu blessun Guðs og settu gamla jálka í efstu sæti

Telur Miðflokkinn hafa klúðrað stórsigri – Höfnuðu blessun Guðs og settu gamla jálka í efstu sæti