Höfuðpaurinn í svokölluðu Sólheimajökulsmáli, Jón Ingi Sveinsson, fékk sex ára fangelsi, en dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur laust fyrir kl. 14 í dag.
Alls voru 18 manneskjur ákærðar í málinu, þar af fimm konur. Margir sakborninga voru meðal annars ákærð fyrir skipulagða brotastarfsemi en lögregla telur að hópurinn hafi starfað að innflutningi og dreifingu fíkniefna í nokkur ár. Þetta mál varðaði hins vegar brot sem voru framin á tímabilinu september 2023 til apríl og út mars 2024.
Tveir sakborningar hlutu fimm ára fangelsisdóm í málinu, tveir fjögurra ára fangelsi og fjögur fengu þriggja ára fangelsi.
Aðrir sakborningar fengu vægari dóma og jafnframt skilorðsbundna.