fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fréttir

Halla Gunnarsdóttir nýr formaður VR

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 3. desember 2024 13:24

Halla Gunnarsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson. Mynd/VR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Gunnarsdóttir er orðin formaður VR. Fráfarandi formaður, Ragnar Þór Ingólfsson, er á leið á Alþingi.

Greint er frá þessu á vefsíðu og samfélagsmiðlasíðu VR nú rétt í þessu. Þar segir: „Ragnar Þór lætur af störfum frá og með deginum í dag, 3. desember 2024. Halla Gunnarsdóttir, varaformaður VR, hefur tekið við sem formaður.“

Ragnar Þór hefur verið formaður síðan árið 2017. Hann tekur sæti á Alþingi fyrir Flokk fólksins, sem á nú í stjórnarmyndunarviðræðum við Samfylkingu og Viðreisn.

„Ég kveð VR með bæði stolti og söknuði. Ég hef starfað með einstökum hópi bæði kjörinna fulltrúa og starfsfólks. Skrifstofa VR er afar öflug og sem formaður hef ég notið góðs af þeirri fagmennsku sem einkennir öll hennar störf. Ég ber fullt traust til sitjandi stjórnar félagsins og nýs formanns og óska þeim velfarnaðar í sínum störfum,“ segir Ragnar Þór.

„Fyrir hönd bæði stjórnar og skrifstofu VR færi ég Ragnari Þór Ingólfssyni bestu þakkir fyrir hans störf í þágu félagsins sem spanna nær sextán ár. Hann hefur verið mjög ötull talsmaður launafólks og almannahagsmuna og verður það áfram í mikilvægum störfum á nýjum vettvangi. Ég tek við góðu búi og við munum halda sterkum tengslum til að vinna áfram saman að hagsmunum okkar félagsfólks. Ég óska Ragnari alls góðs í störfum sem hans bíða núna á nýkjörnu Alþingi,“ segir Halla Gunnarsdóttir, formaður VR.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vann í lottóinu um helgina: „Með öran hjartslátt langt fram eftir laugardagskvöldinu“

Vann í lottóinu um helgina: „Með öran hjartslátt langt fram eftir laugardagskvöldinu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Staða Pútíns er að breytast – Erfið kynslóðaskipti fram undan

Staða Pútíns er að breytast – Erfið kynslóðaskipti fram undan
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Telur Miðflokkinn hafa klúðrað stórsigri – Höfnuðu blessun Guðs og settu gamla jálka í efstu sæti

Telur Miðflokkinn hafa klúðrað stórsigri – Höfnuðu blessun Guðs og settu gamla jálka í efstu sæti
Fréttir
Í gær

„Örvænting“ í Rússlandi vegna hruns rúblunnar

„Örvænting“ í Rússlandi vegna hruns rúblunnar
Fréttir
Í gær

Arfurinn sem hún fékk á barnsaldri reyndist dýrkeyptur á fullorðinsárunum

Arfurinn sem hún fékk á barnsaldri reyndist dýrkeyptur á fullorðinsárunum
Fréttir
Í gær

Jón Ingi fékk sex ára fangelsisdóm í Sólheimajökulsmálinu

Jón Ingi fékk sex ára fangelsisdóm í Sólheimajökulsmálinu