fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Fimm löggur á þing – Þrír læknar í sama flokknum

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 3. desember 2024 16:30

Fimm lögreglumenn taka sæti á þingi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm lögreglumenn munu taka sæti á Alþingi þegar það kemur saman eftir kosningar og líklega hafa þeir aldrei verið fleiri. Að venju eru lögfræðingar fjölmennasta stéttin á þingi.

DV leit yfir bakgrunn þeirra 63 þingmanna sem fengu náð fyrir augum kjósenda á laugardag. En 34 af þeim eru nýir þingmenn.

Athygli vekur að fimm þingmenn eru lögreglumenn. Það eru Vilhjálmur Árnason, Stefán Vagn Stefánsson, Karl Gauti Hjaltason sem kemur aftur inn á þing og þeir Víðir Reynisson og Grímur Grímsson sem koma nýir inn. Þá má nefna að fleiri þingmenn hafa starfað sem lögreglumenn á einhverjum tímapunkti. Meðal annars Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðmundur Ingi Kristinsson.

Einnig vekur athygli að þrír læknar taka sæti á þingi, allir nýir og allir í Samfylkingunni. Þau Alma Möller, Dagur B. Eggertsson og Ragna Sigurðardóttir. Þá eru einnig tveir íþróttakennarar, þau Ingibjörg Isaksen og Eiríkur Björn Björgvinsson.

Þingmenn hafa eftirfarandi bakgrunn:

11 lögfræðingar – Dagbjört Hákonardóttir, Diljá Mist Einarsdóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Bjarni Benediktsson, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Inga Sæland, Eyjólfur Ármannsson, Sigríður Á. Andersen

6 stjórnmálafræðingar – Þórunn Sveinbjarnardóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Rósa Guðbjartsdóttir, Ingibjörg Davíðsdóttir, Halla Hrund Logadóttir

5 lögreglumenn – Víðir Reynisson, Vilhjálmur Árnason, Grímur Grímsson, Karl Gauti Hjaltason, Stefán Vagn Stefánsson

4 blaðamenn – Sigmundur Ernir Rúnarsson, Jóhann Páll Jóhannsson, Sigmar Guðmundsson, Snorri Másson

4 kennarar – Eydís Ásbjörnsson, Jón Pétur Zimsen, Ingvar Þóroddsson, Ásthildur Lóa Þórsdóttir

4 verslunarmenn – Ragnar Þór Ingólfsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Sigurður Helgi Pálmason, Lilja Rafney Magnúsdóttir

3 læknar – Dagur B. Eggertsson, Ragna Sigurðardóttir, Alma Möller

3 hagfræðingar – Kristrún Frostadóttir, Hanna Katrín Friðriksson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

3 viðskiptafræðingar – Jens Garðar Helgason, Bergþór Ólason, Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir

2 íþróttakennarar – Eiríkur Björn Björgvinsson, Ingibjörg Isaksen

2 sálfræðingar – María Rut Kristinsdóttir, Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir

2 verkefnastjórar – Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Bryndís Haraldsdóttir

1 leikari – Jón Gnarr

1 arkitekt – Logi Már Einarsson

1 lyfjafræðingur – Ólafur Adolfsson

1 stærðfræðingur – Pawel Bartoszek

1 rafiðnaðarmaður – Kristján Þórður Snæbjarnarson

1 kerfisfræðingur – Guðbrandur Einarsson

1 verktaki – Þorgrímur Sigmundsson

1 flugumferðarstjóri – Njáll Trausti Friðbertsson

1 líffræðingur – Sigurjón Þórðarson

1 heilbrigðisstarfsmaður – Jónína Björk Óskarsdóttir

1 mannfræðingur – Guðrún Hafsteinsdóttir

1 tómstunda og félagsmálafræðingur – Guðmundur Ari Sigurjónsson

1 bóndi – Þórarinn Ingi Pétursson

1 dýralæknir – Sigurður Ingi Jóhannsson

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 50 milljóna króna húsnæðislán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 50 milljóna króna húsnæðislán
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

„Forsetinn er opinberlega að kalla eftir þjóðernishreinsunum þar sem hann situr við hliðina á stríðsglæpamanni“

„Forsetinn er opinberlega að kalla eftir þjóðernishreinsunum þar sem hann situr við hliðina á stríðsglæpamanni“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Milljónir vantar hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga og fyrrverandi stjórnendur grunaðir um lögbrot

Milljónir vantar hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga og fyrrverandi stjórnendur grunaðir um lögbrot
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sótt að Gunnari Þórðarsyni: Kröfðust þess að leigjandi íbúðar hans yrði borinn út – Segja að börnin þori ekki heim til sín

Sótt að Gunnari Þórðarsyni: Kröfðust þess að leigjandi íbúðar hans yrði borinn út – Segja að börnin þori ekki heim til sín
Fréttir
Í gær

Nýr Þjóðarpúls – Flokkur fólksins dalar en Viðreisn rís

Nýr Þjóðarpúls – Flokkur fólksins dalar en Viðreisn rís
Fréttir
Í gær

Starfsfólk Landspítalans fær ekki launað leyfi vegna kennaraverkfalla

Starfsfólk Landspítalans fær ekki launað leyfi vegna kennaraverkfalla