fbpx
Mánudagur 02.desember 2024
Fréttir

Úkraínumenn í miklum vanda – Heilu herdeildirnar yfirgefa vígvöllinn

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. desember 2024 05:00

Úkraínskir hermenn á vígvellinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínski herinn á miklum vanda með liðhlaupa. Tugir þúsunda hermanna hafa stungið af og dæmi eru um að heilu herdeildirnar hafi hreinlega yfigefið vígvöllinn.

AP fréttastofan skýrir frá þessu og byggir á viðtölum við tvo liðhlaupa, þrjá úkraínska lögmenn og tólf úkraínska embættismenn og yfirmenn í hernum.

AP segir að þessi mikli liðflótti úr hernum eigi sér stað á sama tíma og Úkraínumenn hafi meiri þörf en nokkru sinni fyrir mannskap.

Sumir fara í sjúkraleyfi og snúa aldrei aftur á vígvöllinn. Aðrir neita að hlýða skipunum yfirmanna sinna og það gerist einnig í miðjum bardögum.

Frá því að stríðið braust út hafa rúmlega 100.000 úkraínskir hermenn verið kærðir fyrir að gerast liðhlaupar. Tæpur helmingur þeirra hljópst undan merkjum á síðustu tólf mánuðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskylduharmleikurinn á Tenerife líklega útkljáður fyrir íslenskum dómstólum

Fjölskylduharmleikurinn á Tenerife líklega útkljáður fyrir íslenskum dómstólum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Böðullinn sem hengdi Eichmann er látinn: Var þjakaður af martröðum mánuðum saman

Böðullinn sem hengdi Eichmann er látinn: Var þjakaður af martröðum mánuðum saman