fbpx
Mánudagur 02.desember 2024
Fréttir

Steingrímur svekktur eftir úrslitin: Spáir í spilin varðandi framtíð VG

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. desember 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi þingmaður og ráðherra og fyrsti formaður VG við stofnun flokksins árið 1999, segir að það verði handleggur að vinna úr þeirri stöðu sem upp er komin eftir kosningarnar um helgina.

VG galt afhroð í kosningunum og fékk aðeins 2,3 prósenta fylgi og samtals innan við 5.000 atkvæði. Þetta er langversta niðurstaða VG frá stofnun flokksins en næst minnst fylgi fékk flokkurinn árið 2003 þegar hann fékk 8,8 prósenta fylgi.

„Úrslit­in eru högg og þyngra en bú­ast mátti við,“ segir Steingrímur í samtali við Morgunblaðið í dag en hann segir að ekki sé annað að gera en bretta upp ermar og halda áfram.

„Ég hef enga trú á öðru en að starf VG haldi áfram. Áfram eru til staðar mik­il­væg mál­efni sem voru kjarn­inn í stefnu flokks­ins og þeim þarf að berj­ast fyr­ir,“ seg­ir hann í viðtalinu. Hann segir að niðurstöður kosninganna séu í „hrópandi ósamræmi“ við hvað flest hafi í aðalatriðum gengið vel á Íslandi þrátt fyrir erfiðar aðstæður.

Nefnir Steingrímur til dæmis Covid-faraldurinn, eldgosahrinu á Reykjanesskaganum, styrjaldir og orkukreppu í Evrópu. Hann kveðst einnig vera hugsi að undir fimm prósenta markinu, sem þarf til að eiga rétt á jöfnunarsæti, séu þrír flokkar: VG, Sósíalistar og Píratar,

„Sam­an­lagt fylgi þeirra er 9,3%, sem und­ir öðrum kring­um­stæðum ætti að skila sér í 6-7 manna þing­flokk,“ seg­ir Stein­grím­ur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Úkraínumenn í miklum vanda – Heilu herdeildirnar yfirgefa vígvöllinn

Úkraínumenn í miklum vanda – Heilu herdeildirnar yfirgefa vígvöllinn
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að Flokkur fólksins sé óstjórntækur – „Fór langt með að tala sig út úr ríkisstjórn í leiðtogaumræðunum“

Segir að Flokkur fólksins sé óstjórntækur – „Fór langt með að tala sig út úr ríkisstjórn í leiðtogaumræðunum“
Fréttir
Í gær

Inga Sæland og Flokkur fólksins í lykilstöðu – „Ég elska alla flokka“

Inga Sæland og Flokkur fólksins í lykilstöðu – „Ég elska alla flokka“
Fréttir
Í gær

Kosningum 2024 lokið – Samfylkingin stærst en Sjálfstæðisflokkurinn skammt undan

Kosningum 2024 lokið – Samfylkingin stærst en Sjálfstæðisflokkurinn skammt undan
Fréttir
Í gær

Flokkarnir brillera á TikTok – Georg Bjarnfreðarson endurvakinn, gáttuð Inga, Halla á Metro, Bjarni bregður á leik og margt fleira

Flokkarnir brillera á TikTok – Georg Bjarnfreðarson endurvakinn, gáttuð Inga, Halla á Metro, Bjarni bregður á leik og margt fleira
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Veður vont á Austurlandi en ekki allt orðið að klessu – Kjörsókn betri en fólk þorði að vona

Veður vont á Austurlandi en ekki allt orðið að klessu – Kjörsókn betri en fólk þorði að vona