fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Segir að Þýskaland eigi í beinum átökum við Rússland

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. desember 2024 07:30

Vladimír Pútín Rússlandsforseti. Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sífellt fleiri ögranir og árásir, blendingshernaður, Rússa gegn vestrænum skotmörkum eykur hættuna á að NATÓ verði að lokum að grípa til fimmtu greinar varnarsáttmála bandalagsins. Þetta sagði Bruno Kahl, yfirmaður þýsku leyniþjónustunnar, sem sinnir erlendum málefnum, nýlega.

Fimmta greinin kveður á um að árás á eitt bandalagsríki, jafngildi árás á þau öll og eru þau skuldbundin til að koma hvert öðru til aðstoðar ef til þess kemur.

Hann sagðist reikna með að staðan muni versna enn frekar og að lokum geti þetta endað með hernaðarátökum við Rússland.

„Kreml lítur á Þýskaland sem óvin. Við eigum í beinum átökum við Moskvu,“ sagði Kahl að sögn Reuters.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Furðuleg sjón blasti við lögreglu í því sem átti að vera venjulegt útkall – Má hafa samfarir við barnakynlífsdúkkur og taka af því myndir?

Furðuleg sjón blasti við lögreglu í því sem átti að vera venjulegt útkall – Má hafa samfarir við barnakynlífsdúkkur og taka af því myndir?
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall