fbpx
Mánudagur 02.desember 2024
Fréttir

Pawel segir liðna kosningabaráttu ekki þá sem hann sé stoltastur af – „Þarna var fylgið botnfrosið í 3 prósentum“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 2. desember 2024 17:30

Pawel Bartoszek er á leiðinni á þing.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pawel Bartoszek, nýr þingmaður Viðreisnar, er vitaskuld ánægður með góðan sigur flokksins í alþingiskosningunum um helgina. Þetta er hins vegar ekki sá sú kosningabarátta sem hann er stoltastur af.

„Stundum man fólk bara eftir stóru sigrunum,“ segir Pawel í færslu sá samfélagsmiðlum. „En ég skal vera einlægur með það að sú kosningabarátta sem ég er hvað stoltastur af því að hafa tekið þátt í er ekki barátta sem skilaði stórsigri eða barátta sem skilaði mér á þing. Heldur barátta þar sem Viðreisn lifði af.“

Vísar hann til alþingiskosninganna árið 2017. Þá var Viðreisn að koma úr skammlífu ríkisstjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum og Bjartri framtíð sem sprakk með hvelli og útlitið var ekki bjart fyrir Viðreisn fyrir kosningarnar sem boðaðar voru með tiltölulega skömmum fyrirvara.

Fylgið botnfrosið

Birtir Pawel mynd af sér í Háskóla Íslands í október þetta ár sem og skjáskoti af fylgistölum Viðreisnar í könnum. Þær rétt slefuðu yfir 3 prósentin sem myndi rétt svo duga fyrir ríkisstyrk en er langt frá því að gefa jöfnunarþingsæti.

Útlitið var ekki gott í október árið 2017.

„Þarna var fylgið botnfrosið í 3 prósentum,“ segir Pawel. „Skoðanakannanafyrirtækin voru hætt að sundurliða fylgi kjósenda okkar vegna lítils úrtaks og hagsmunahópar voru hættir að bjóða okkur pallboð því við vorum ekki talin eiga nokkra möguleika á að ná kjöri.“

Fórnuðu sér fyrir málstaðinn

En í þessari baráttu hafi allir fórnað sér. Formaðurinn Benedikt Jóhannesson sagði af sér og hann ásamt oddvitum í öðrum landsbyggðarkjördæmum, Gylfi Ólafsson og Jóna Sólveig Einarsdóttir, gáfu allt í að safna atkvæðum þrátt fyrir að þau hafi vitað að atkvæðin myndu helst nýtast frambjóðendum á suðvesturhorninu að ná jöfnunarsæti.

„Frambjóðendur og sjálfboðaliðar hringdu þúsundir símtala í flokksmenn og óákveðna kjósendur,“ segir Pawel. „Þau voru mörg hver mjög erfið en holl, og hjálpuðu okkur mjög að skilja hvað það var sem við höfðum gert rangt. Og það var margt. Og mjög oft alls ekki það sem við héldum, verandi í búbblunni á Alþingi.“

Í dag segist hann gleðjast yfir góðum árangri Viðreisnar. En flokkurinn hlaut 15,8 prósent og 11 þingmenn kjörna, þar á meðal hann sjálfan. „En vitið til: ég mun ekki gleyma því að maður er þar sem maður er vegna þess að ótalmargt fólk, fólk sem margt er nú farið annað, fórnaði eigin starfi, frama, tíma og peningum… Fyrir hvað? Hugsjón.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sara hætt í Pírötum: „Fullreynt fyrir mig sem einstakling“

Sara hætt í Pírötum: „Fullreynt fyrir mig sem einstakling“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að Þýskaland eigi í beinum átökum við Rússland

Segir að Þýskaland eigi í beinum átökum við Rússland
Fréttir
Í gær

Guðrún biskup fagnaði góðri kjörsókn en minnti á kjörstaðinn sem aldrei lokar

Guðrún biskup fagnaði góðri kjörsókn en minnti á kjörstaðinn sem aldrei lokar
Fréttir
Í gær

Barnaverndarnefnd viðurkenndi brot í tengslum við þáttinn Fósturbörn og greiddi sjö milljónir króna í miskabætur

Barnaverndarnefnd viðurkenndi brot í tengslum við þáttinn Fósturbörn og greiddi sjö milljónir króna í miskabætur