„Ég fékk þessi skilaboð frá bandarískum fylgjanda. Það er svekkjandi að heyra hvernig sumir koma fram við þá sem heimsækja landið. Ég hélt að á Íslandi væru ferðamenn boðnir velkomnir. Svona hegðun er óásættanleg, allir gera mistök,“ segir hún.
Í bréfi ferðamannsins lýsir hann því fjölskylda hans sé nýkominn heim úr æðislegri ferð til Íslands. Eitt varpaði þó skugga á ferðina og það var fyrrnefnd uppákoma þegar maðurinn skutlaði konu sinni og ungum börnum á flugvöllinn, ásamt þremur ferðatöskum, áður en hann fór og skilaði bílaleigubílnum sem fjölskyldan var á.
„Ég áttaði mig ekki á því ég væri á svæði sem einungis er ætlað leigubílum. Fljótlega gaf sig maður á tal við mig sem spurði agressíft „hvað í fjandanum ég væri að gera þarna“.
„Ég var örlítið ringlaður en svaraði að ég væri að skutla fjölskyldunni minni áður en ég skilaði bílnum. Þá varð maðurinn reiður og sagði: „Þið f-king Asíubúar eruð allir eins, þið lesið ekki á skiltin. Þú þarft að f-king virða reglurnar og færa f-king bílinn. Allt gerðist þetta fyrir framan ung börn mín sem eru 5 og 8 ára,“ segir ferðamaðurinn.
Maðurinn segir í erindi sínu til Sue í lokin að það sé átakanlegt að í landi sem þrífst á ferðamennsku skuli „svokallaðir atvinnubílstjórar“ haga sér með þessum hætti. Bendir viðkomandi á að bílstjórarnir séu að vissu leyti fulltrúar þjóðarinnar gagnvart erlendum ferðamönnum. „Það er algjör synd í rauninni.“
Kyana rekur ferðaþjónustufyrirtæki hér á landi og nýtur mikillar virðingar á sínu sviði, en hún er með yfir 530 þúsund fylgjendur á Instagram.