fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Kolbrún svekkt út í RÚV og segir að stjörnur kosningavökunnar hafi gleymst – „Vonbrigði hversu lítið pláss þeir fengu“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. desember 2024 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir, hin reynda fjölmiðlakona, horfði á kosningavökuna hjá RÚV á laugardagskvöld eins og svo margir landsmenn. Hún segir að kosningavakan hafi verið vel heppnuð en eitt olli henni þó ákveðnum vonbrigðum.

„Ljósvakahöfundur hefur lengi litið á Boga Ágústsson fréttamann og Ólaf Þ. Harðarson prófessor sem hinar einu sönnu stjörnur íslensks kosningasjónvarps. Að þessu sinni virtist RÚV ekki alveg sammála því,“ segir Kolbrún í Ljósvakapistli í Morgunblaðinu í dag.

Kolbrún segir að það hafi alls ekki sést nógu mikið af þeim tveimur á skjánum á þessu langa kosningakvöldi.

„RÚV vildi greinilega að kosningasjónvarpið væri skemmtilegt og lagði því allnokkra áherslu á að finna fyndið fólk til að tala við, þar á meðal grínista og uppistandara. Þar stóðu allir sig nokkuð vel. Um leið gleymdist að Bogi og Ólafur eru líka fyndnir og mjög afslappaðir. Þeir eru eins og heimilisvinir. Alltaf velkomnir,“ segir Kolbrún og bætir við að þess vegna hafi verið vonbrigði hversu lítið pláss þeir fengu.

„Ekki sást þó á þeim að þeim þætti freklega gengið á sinn hlut. Þeir nýttu tíma sinn vel, voru skemmtilegir, fræðandi, kurteisir og prúðir. Fyrir utan félagana tvo var skemmtilegasta augnablikið þegar Kristín Gunnarsdóttir og Ólöf Skaftadóttir gerðust svo framhleypnar að nefna leiðinlegasta þingmanninn. Það var fyndið og ósvífið en nafn þess þingmanns verður ekki nefnt hér, kurteisinnar vegna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Svona verður veðrið í dag: „Líklega versta veður ársins“

Svona verður veðrið í dag: „Líklega versta veður ársins“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Brynjar gagnrýnir ÍSÍ harkalega – „ÍSÍ og Lárus Blöndal bregðast foreldrum og iðkendum Aþenu“

Brynjar gagnrýnir ÍSÍ harkalega – „ÍSÍ og Lárus Blöndal bregðast foreldrum og iðkendum Aþenu“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sló barnsmóður sína í andlitið þegar hún hélt á syni þeirra

Sló barnsmóður sína í andlitið þegar hún hélt á syni þeirra
Fréttir
Í gær

Teymi sérfræðinga segir að hryllilegt réttarmorð hafi verið framið á Lucy Letby – Sögð saklaus af því að hafa myrt sjö ungabörn

Teymi sérfræðinga segir að hryllilegt réttarmorð hafi verið framið á Lucy Letby – Sögð saklaus af því að hafa myrt sjö ungabörn
Fréttir
Í gær

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“
Fréttir
Í gær

Guðna líst ekkert á blikuna: „Ég spyr ráðamenn þjóðarinnar HVENÆR ER NÓG NÓG?“

Guðna líst ekkert á blikuna: „Ég spyr ráðamenn þjóðarinnar HVENÆR ER NÓG NÓG?“
Fréttir
Í gær

Karl Ágúst leitar að handriti að kvikmynd sem skyndilega er horfið

Karl Ágúst leitar að handriti að kvikmynd sem skyndilega er horfið