fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Hversu nákvæmar voru kannanir? – Vanmátu fylgi Flokks fólksins um nærri 3 prósent

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 2. desember 2024 14:00

Skoðanakannanir eru gjarnan á milli tannana á fólki

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skoðanakannanir vanmátu fylgi Flokks fólksins um næstum 3 prósent að meðaltali rétt fyrir kosningar. Píratar voru ofmetnasti flokkurinn. Lokakönnun Gallup var sú sem komst næst kosningunum.

DV gerði óformlega könnun á því hvernig síðustu skoðanakannanir rímuðu við kosningaúrslitin. Það er hjá Gallup, Maskínu, Prósent og Félagsvísindastofnun. Einnig kosningaspá Metils.

Vanmátu Flokk fólksins um allt að 5 prósentum

Að meðaltali var fylgi Flokks fólksins vanmetið um 2,975 prósent í könnunum, mest hjá Maskínu um 4,7 prósent. Félagsvísindastofnun vanmat flokkinn um 3,3 prósent, Prósent um 2,7 en Gallup um 1,2 prósent. Flokkur fólksins var sá flokkur sem könnunarfyrirtækin náðu verst að mæla.

Lokakönnun Prósents

Sjálfstæðisflokkurinn var næst vanmetnasti flokkurinn. Að meðaltali var fylgi hans vanmetið um 1,8 prósent. Hér var það Prósent sem var lang lengst frá niðurstöðunni, könnun þeirra sýndi flokkinn með 14,7 prósent en niðurstaðan var 19,4. Það er 4,7 prósenta munur. Könnun Félagsvísindastofnunar stingur hins vegar í stúf því þar var fylgi Sjálfstæðisflokksins ofmetið um 0,3 prósent.

Þriðji og síðasti flokkurinn sem var vanmetinn í könnunum var Miðflokkurinn. Að meðaltali var hann vanmetinn um slétt 1 prósent, mest  hjá Félagsvísindastofnun, eða um 2 prósent.

Framsókn á núllinu

Könnunarfyrirtækin komust næst því að meta fylgi Framsóknarflokksins. Flokkurinn var ofmetinn hjá Maskínu og Félagsvísindastofnun en vanmetinn hjá Gallup og Prósent. Meðaltalið var hins vegar 7,8 prósent, sem er nákvæmlega það sem flokkurinn fékk í kosningunum.

Fylgi Samfylkingarinnar var nokkuð rétt metið. Flokkurinn var aðeins ofmetinn um 0,425 prósent, mest hjá Félagsvísindastofnun um 1,1 prósent. Hjá Gallup var hann vanmetinn um 0,8 prósent.

Sósíalistar og Píratar verulega ofmetnir

Vinstri græn voru ofmetin um 0,825 prósent, mest hjá Maskínu um 1,6. Ofmat Viðreisnar var litlu meira, eða 0,9 prósent. Báðir þessir flokkar voru hins vegar vanmetnir í könnun Félagsvísindastofnunar. Þá má nefna að fylgi Lýðræðisflokksins var lítillega ofmetið einnig, eða um 0,2 prósent að meðaltali en flokkurinn fékk aðeins 1 prósent í kosningunum.

Lokakönnun Félagsvísindastofnunar

Sósíalistaflokkurinn var ofmetinn um 1,3 prósent, mest hjá Félagsvísindastofnun sem sýndi flokkinn vel inni á þingi með 6,1 prósenta fylgi.

Ofmetnasti flokkurinn í skoðanakönnunum var hins vegar Píratar sem voru að mælast með að meðaltali 1,875 prósenta hærra fylgi en þeir fengu á endanum.

Metill vanmat Samfylkinguna verulega

Fyrirtækið Metill birti einnig kosningaspá daginn fyrir kjördag. Þar var reiknað út hærri og lægri mörk sem og miðgildi út frá ákveðnum forsendum. Metill vanmat Samfylkinguna mest, eða um 2,4 prósent, þegar litið er til miðgildisins.

Metill spáði að Sjálfstæðisflokkurinn yrði stærsti flokkurinn sem varð ekki raunin, en var mjög nálægt því að spá rétt fyrir um fylgi hans. Það er 19,3 prósent þegar úrslitin voru 19,4.

Eins og kannanafyrirtækin ofmat Metill fylgi Pírata mest, eða um 1,7 prósent.

Gallup næst niðurstöðu en Prósent fjærst

Ef skoðað er hversu mikill munurinn á lokakönnunum og niðurstöðum alþingiskosninga sést að munurinn var minnstur hjá Gallup. Það er samanlagt 9,9 prósent. Munurinn hjá Félagsvísindastofnun var 13,7 prósent, hjá Maskínu 14,5 prósent og hjá Prósent 17,3.

Munurinn á miðgildi kosningaspár Metils og niðurstöðum kosninga var samanlagt 9,7 prósent.

Athugið að framkvæmdatími kannana var ekki nákvæmlega sá sami. Er hann eftirfarandi:

Prósent: 25.-28. nóvember

Maskína: 28.-29. nóvember

Gallup: 23.-29. nóvember

Félagsvísindastofnun: 28.-29. nóvember

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað
Fréttir
Í gær

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns
Fréttir
Í gær

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi