Dagur B. Eggertsson var strikaður niður um eitt sæti í alþingiskosningunum um helgina. Vegna væntanlegrar afsagnar Þórðar Snæs Júlíussonar hefur það þó ekki áhrif.
Dagur var færður eða útstrikaður 1453 sinnum í kosningunum. Það er nóg til þess að færa hann niður úr 2. niður í 3. sæti hjá Samfylkingunni. Eða 17,6 prósent atkvæða flokksins.
Þórður Snær Júlíusson hefur hins vegar lýst því yfir að hann muni ekki taka sæti á þingi vegna gamalla bloggskrifa sem komu í ljós í kosningabaráttunni. Færist því Dagur aftur upp um sæti og staðan verður óbreytt.
Greint hefur verið frá því að nokkrir kjósendur Sjálfstæðisflokksins hafi strikað yfir nafn Dags og þar með gert kjörseðil sinn ógildan.