Gríðarleg endurnýjun er á Alþingi Íslendinga í hinum nýafstöðnu kosningum. Alls koma 34 nýir þingmenn inn á þing en fimm þeirra hafa þó setið áður á þingi. Það eru þau Karl Gauti Hjaltason og Sigríður Á. Andersen, Miðflokki, Sigurjón Þórðarson og Lilja Rafney Magnúsdóttir, Flokki Fólksins, og Pawel Bartozek, Viðreisn. Þá mun Þorður Snær Júlíusson ekki taka sæti sem þingmaður Samfylkingarinnar og þá mun annar reynslubolti að öllum líkindum bætast við, Sigmundur Ernir Rúnarsson.
Flestir nýjir þingmenn koma frá Samfylkingunni, alls níu talsins. Átta þeirra eru kjördæmakjörnir en Dagbjört Hákonardóttir kom inn sem jöfnunarþingmaður. Þá eru sex nýir þingmenn að koma inn hjá Viðreisn en þar datt Grímur Grímsson, lögreglumaður, inn sem jöfnunarmaður eftir lokatölurnar.
Annar jöfnunarmaður sem datt inn var Rósa Guðbjartsdóttir , bæjarstjóri Hafnarfjarðar, hjá Sjálfstæðisflokknum en hún er ein af fjórum nýjum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins.
Halla Hrund Logadóttir er eini nýi þingmaður Framsóknarflokksins en Flokkur fólksins færir þjóðinni sex nýja þingmenn. Þar af eru tveir nýjir jöfnunarþingmenn, Kolbrún Baldursdóttir og Jónína Björk Óskarsdóttir
Samfylking
Alma Möller
Guðmundur Ari Sigurjónsson
Víðir Reynisson
Dagur B. Eggertsson
Ragna Sigurðardóttir
Þórður Snær Júlíusson (tekur ekki sæti)
Arna Lára Jónsdóttir
Kristján Þórður Snæbjarnarson
Ása Berglind Hjálmarsdóttir
Eydís Ásbjörnsdóttir
Dagbjört Hákonardóttir
Miðflokkurinn
Karl Gauti Hjaltason
Snorri Másson
Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir
Sigríður Á. Andersen
Ingibjörg Davíðsdóttir
Þorgrímur Sigmundsson
Flokkur fólksins
Ragnar Þór Ingólfsson
Jónína Björk Óskarsdóttir
Sigurjón Þórðarson
Sigurður Helgi Pálmason
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir
Lilja Rafney Magnúsdóttir
Viðreisn
Eiríkur Björn Björgvinsson
Jón Gnarr
Pawel Bartoszek
Ingvar Þóroddsson
María Rut Kristinsdóttir
Grímur Grímsson
Sjálfstæðisflokkurinn
Rósa Guðbjartsdóttir
Jens Garðar Helgason
Ólafur Guðmundur Adolfsson
Jón Pétur Zimsen
Framsóknarflokkurinn
Halla Hrund Logadóttir