fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Reyndi að brjóta sér leið inn í húsnæði með exi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 1. desember 2024 08:50

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskað var eftir aðstoð lögreglu í miðborginni í nótt vegna manns sem hafði verið meinaður aðgangur að húsnæði. Hann var sagður hafa tekið upp exi og reynt að brjóta sér leið inn með því að brjóta rúðu með öxinni. Maðurinn var handtekinn og er málið í rannsókn.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir einnig frá því að óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna vinnuslyss. Starfsmaður varð fyrir því óláni að skera sig á fingri og var hann fluttur á bráðamóttöku þar sem gert var að sáinu.

Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna innbrots í heimahús. Málið er til rannsóknar.

Tilkynnt var um umferðarslys þar sem maður féll á rafskútu. Var hann fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús til frekari skoðunar en hann reyndist vera með höfuðáverka.

Maður var handtekinn fyrir að sparka í bíl og kasta bjórkút. Var hann fluttur á lögreglustöð þar sem tekin var vettvangsskýrsla vegna brots á lögreglusamþykkt fyrir Reykjavíkurborg.

Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna manns sem ráðist hafði á dyraverði í miðbænum. Var hann handtekinn grunaður um brot á lögreglusamþykkt fyrir Reykjavíkurborg og neitaði hann jafnframt að segja til nafns að kröfu lögreglu. Maðurinn var vistaður í fangaklefa þar til hægt verður að ræða við hann.

Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna manns sem hafði í hótunum við fólk. Var hann mikið ölvaður en gekk sína leið eftir að lögregla hafði rætt við hann.

Tilkynnt var um umferðarslys á umráðasvæði lögreglustöðvar 2, sem er Hafnafjörður, Garðabær og Álftanes, en ekið hafði verið á umferðarskilti. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og lyfja. Var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð en látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Furðuleg sjón blasti við lögreglu í því sem átti að vera venjulegt útkall – Má hafa samfarir við barnakynlífsdúkkur og taka af því myndir?

Furðuleg sjón blasti við lögreglu í því sem átti að vera venjulegt útkall – Má hafa samfarir við barnakynlífsdúkkur og taka af því myndir?
Fréttir
Í gær

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall