fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Meintur albanskur fíkniefnasali fordæmir vinnubrögð lögreglunnar -„Það átti að dæma mig án þess að ég vissi af því“

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 1. desember 2024 11:40

Hinn meinti fíkniefnasali sakar lögregluna um mannréttindabrot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albanskur maður á þrítugsaldri, sem ákærður hefur verið fyrir sölu fíkniefna hérlendis, segir farir sínar ekki sléttar af íslensku réttarkerfi. Á dögunum var lýst eftir manninum í Lögbirtingablaðinu og hann hvattur til að mæta fyrir dóm í byrjun næsta árs. Í samtali við DV segir hinn albanski að það megi furðu sæta í ljósi þess að hann var rekinn af landi brott fyrir um það bili ári síðan. Tveir lögreglumenn fylgdu honum til Albaníu og var hann úrskurðaður í sjö ára endurkomubann til Schengen-svæðisins.

„Þau vita hvar ég er og að ég get ekki mætt fyrir dóm. Það hefur ekkert verið haft samband við mig eftir öðrum leiðum. Það á að dæma mig án þess að ég geti varið mig,” segir maðurinn.

Ætlaði að gifta sig og braut Schengen-reglur

Forsaga málsins er sú að maðurinn kom til Íslands sumarið 2021 og hafði heimild til að dvelja hér í 90 daga. Hann fór til Akureyrar og líkaði vel, ástin knúði dyra með íslenskri konu og var ætlunin sú að þau myndu ganga í hjónaband. Að þeim ástæðum ákvað hann að vera áfram á Íslandi fram yfir þann tíma sem var leyfilegur.

Í nóvember 2023 var maðurinn svo handtekinn með fíkniefni, kókaín og maríhúana, sem lögreglan telur að hafi verið ætluð til sölu auk þess sem reiðufé upp á um 250 þúsund krónur var gert upptækt.

Sjö ára endurkomubann þungur dómur

Í kjölfarið var maðurinn látinn dúsa í gæsluvarðhaldi í tæpan mánuð og síðan var honum vísað af landi brott og úrskurðaður í sjö ára endurkomubann á Schengen-svæðinu í ljósi þess að hann dvaldi lengur en hann mátti innan þess.

„Ég er í slæmri stöðu í Albaníu og þessi úrskurður var í mínum huga hámarksrefsing. Ég fékk þær upplýsingar um að málinu væri lokið í kjölfar hans.” segir maðurinn.

Í kjölfar fréttar um ákæruna og dómskvaðningar í fjölmiðlum hafi hann frétt af framgangi dómsmálsins gegn sér. Það hafi komið honum í opna skjöldu í ljósi þess að ákæruvaldið hafði ekki haft samband við hann eftir nokkrum leiðum.

„Það átti að dæma mig án þess að ég fengi veður af því“

„Þau eru með tölvupóstinn minn en samt fékk ég ekkert sent um ákæruna eða hvenær málið verður tekið fyrir. Það átti að dæma mig án þess að ég fengi veður af því. Þetta er fullkomin misbeiting á valdi,“ segir sá albanski.

Varðandi ásakanirnar um fíkniefnasölu og peningaþvætti kveðst hann vera saklaus af þeim. Um hafi verið að ræða misskilning, sem hann geti sýnt fram á fyrir dómi, en þá hafi lögreglan einnig gert Meira úr málefni en tilefni var til. Þannig hafi verið lagt hald á 50 þúsund krónur hjá honum en ekki 250 þúsund.Þá segir hann hafa sjálfur haft samband við lögregluna til að fá upplýsingar um málið en engin svör hafi borist.

DV sendi lögreglunni fyrirspurn vegna málsins í vikunni en svör bárust ekki fyrir birtingu fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Furðuleg sjón blasti við lögreglu í því sem átti að vera venjulegt útkall – Má hafa samfarir við barnakynlífsdúkkur og taka af því myndir?

Furðuleg sjón blasti við lögreglu í því sem átti að vera venjulegt útkall – Má hafa samfarir við barnakynlífsdúkkur og taka af því myndir?
Fréttir
Í gær

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall