fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Bónus fer í snjóbrettahönnun með YES

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 9. nóvember 2024 12:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

YES, sem er þekkt fyrir nýstárlega snjóbrettahönnun hefur tekið höndum saman við Bónus um að búa til snjóbretti. Snjóbrettið undirstrikar bæði litríkt og fjörugt vörumerki Bónus með gamla grísnum ásamt fagurfræði og leikgleði YES.

Bónus x YES snjóbrettið verður fáanlegt í verslunum um  heim allan í gegnum sölu og dreifikerfi YES. Hér á Íslandi verður snjóbrettið fáanlegt í gegnum Kuldi sem rekur vefverslun og búð í Skeifunni, Reykjavík, eins og segir í tilkynningu.

,,Á hverju ári reynum við að vera í samstarfi við áhugavert fólk, listamenn eða fyrirtæki við hönnun snjóbrettana okkar. Okkur hefur lengi dreymt um að búa til ,,Bónus snjóbretti” og setja íkoníska bleika grísinn á brettin okkar. Í ár varð þetta loksins að veruleika og stórt TAKK á Bónus að taka þátt í gleðinni með okkur,” segir Eiki Helgason hjá Yes og bætir við:

,,Núna fáum við líka loksins tækifæri til að skjóta “Bónus – bónus efni” eins og okkur dreymdi um fyrir 20 árum þegar við vorum að gefa út snjóbrettamyndir á DVD.”

Umsvifin áttfaldast á heimsvísu

Lobster snjóbretti, YES snjóbretti og NOW bindingar hafa sameinast undir # YES núna í vetur, 2024. Með þessari sameiningu undir einu vörumerki munu umsvif Lobster á heimsvísu áttfaldast að sögn Eika. Vörur # YES munu fást í 30 löndum í ca 1500 verslunum.

Lobster snjóbretti var stofnað 2011 af Akureysku snjóbrettasnillingunum Eika og Halldóri Helgasyni ásamt LowPressure Studio í Amsterdam. Árið 2018 er síðan LowPressure Studio ásamt Lobster keypt af Nideceker samsteypunni sem rekur starfsemi sína aftur til 1887. Eiki og Halldór eru ennþá stór partur af vegferð # YES innan Nidkecker og taka virkan þátt í starfseminni sem atvinnumenn og ráðgjafar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður