fbpx
Föstudagur 08.nóvember 2024
Fréttir

Nöturleg sjón mætti Einari í matvöruverslun: „Þetta var Íslendingur, allslaus, niðurbrotinn“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. nóvember 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var erfitt að horfa upp á þenn­an mann í þess­um aðstæðum,“ segir Einar Ingvi Magnússon, áhugamaður um samfélagsmál, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Þar segir Einar frá því þegar hann fór í verslun fyrir skömmu og tók þar eftir manni sem var að tína vörur í innkaupakörfuna sína.

„Þegar ég kem á kass­ann stuttu seinna til að borga sé ég hvar maður þessi sit­ur á stól við dyrn­ar. Þar sem ég kannaðist lítið eitt við mann­inn spurði ég hvort hann vantaði far. Þá tjáði hann mér að hann væri pen­inga­laus, væri kom­inn á gisti­skýli, ætti orðið ekk­ert nema tötra­leg föt­in sem hann klædd­ist og væri að veikj­ast illi­lega af fráhvörfum drykkju­sýki. Vör­urn­ar voru enn ógreidd­ar á kass­an­um, þar sem hann átti ekki pen­inga til að greiða fyr­ir þær,“ segir hann.

Einar bætir við að afgreiðslukona hafi komið til þeirra og tjáð honum að maðurinn væri að bíða eftir sjúkrabíl til að fá viðeigandi hjálp.

„Þetta var Íslend­ing­ur, alls­laus, niður­brot­inn og sagðist vera svo synd­ug­ur að hann fengi enga fyr­ir­gefn­ingu,“ segir hann.

Í grein sinni veltir hann fyrir sér hvernig ríki og sveitarfélög fara með fólk sem hefur greitt sína skatta og skyldur allt sitt líf. Segist hann í þessu samhengi hugsa til hælisleitenda sem dvelja meðal annars á hótelherbergjum í Reykjavík og víðar.

„Gisti­skýl­in eru lokuð frá klukk­an 10-17 á dag­inn og þá ráf­ar þetta fólk um eða kem­ur sér fyr­ir á ómann­eskju­leg­um stöðum sem útigangs­fólk í hvaða veðri sem er, við slæma heilsu og sumt mjög veikt,“ segir hann og bætir við að þetta fólk eigi engin önnur úrræði. Hvetur hann íslensk stjórnvöld til að hugsa betur um sitt fólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eden var rekin fyrir að standa sig ekki nógu vel – Hafnaði boði vaktstjóra að fara „inn í svefnherbergið að ræða málin“

Eden var rekin fyrir að standa sig ekki nógu vel – Hafnaði boði vaktstjóra að fara „inn í svefnherbergið að ræða málin“
Fréttir
Í gær

500 þúsund króna LXS-sektin stendur

500 þúsund króna LXS-sektin stendur