fbpx
Föstudagur 08.nóvember 2024
Fréttir

Guðmundur: Svona voru ellilífeyrislaunin árið 1988 – Núna er staðan önnur og verri

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. nóvember 2024 08:00

Guðmundur Ingi Kristinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður og varaformaður Flokks fólksins, segir að flokkurinn muni aldrei samþykkja skerðingar sem halda fólki í fátækt, hvað þá sárafátækt. Guðmundur Ingi skrifar um þetta í aðsendri grein á vef Vísis þar sem hann varpar meðal annars ljósi á það hvað staða ellilífeyrisþega hér á landi hefur breyst á síðustu áratugum.

„Árið 1988 voru lægstu ellilífeyrislaun skattlaus og fólk á lífeyrislaunum átti jafnvel afgang af persónuafslættinum upp í lífeyrissjóðslaunin. Ef sama kerfi væri enn við lýði í dag; væru allra lægstu ellilífeyrislaun um 450.000 kr. á mánuði eftir útborgun,” segir hann í grein sinni.

Staðan í dag er aftur á móti þannig að næst lægstu greiðslur er aðeins 333.194 krónur fyrir skatta og skerðingar, sem er rúmum 120 þúsund krónum undir lágmarkslaunum á vinnumarkaði.

„Lægstu ellilífeyrislaun eru 10% lægri eða um 303.000 kr. fyrir skatt og um 265.000 kr. eftir skatt og síðan kemur króna á móti krónu skerðingin ofan á þetta fjárhagslega ofbeldi. Króna-á-móti-krónu skerðing komin aftur á og þá bara á þá verst settu og það var samþykkt af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna,“ segir hann.

Frítekjumarkið ekki haggast í sjö ár

Guðmundur Ingi segir að ekki sé nóg með það heldur sé frítekjumark vegna greiðslna úr lífeyrissjóði 25 þúsund krónur og hefur ekki haggast í sjö ár, þrátt fyrir stórbreytt verðlag.

„Ef bandormur fjárlaga verður samþykktur hækkar þetta frítekjumark upp í 36.500 kr., sem þýðir að ráðstöfunartekjur ellilífeyrisþega munu hækka lítillega eða bara um 5.000 kr. Við í Flokki fólksins viljum að þetta frítekjumark verði hækkað í 100.000 kr. á mánuði,“ segir hann.

Í grein sinni segir Guðmundur að Flokkur fólksins muni aldrei samþykkja skerðingar sem halda fólki í fátækt og hvað þá sárafátækt.

„Að setja á skerðingar sem valda fólki fjárhagstjóni og festir það í vonleysi fátæktar og eymdar er ekkert annað en mannréttindabrot af verstu gerð. Ellefu þúsund eldri borgarar eru í neðstu þremur tekjutíundunum, þar af sex þúsund sem látnir eru hokra í þeim neðstu tveimur og það vegna keðjuverkandi skerðinga og kjaragliðnunar undanfarinna áratuga.“

Forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar

Hann segir að leiðrétting á samansafnaðri kjaragliðnum eftirlaunaþega ætti tvímælalaust að vera forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar og þá einnig afnám skerðinga.

„Verðbólga og háir vextir hafa leikið þennan hóp grátt líkt og aðra þjóðfélagsþegna. Að leiðréttingu lokinni þarf að lögfesta að lífeyrisgreiðslur og frítekjumörk hækki ávallt í takt við launavísitölu til að koma í veg fyrir að kjaragliðnun vaxi á ný. Jafnframt væri hækkun persónuafsláttar nauðsynleg til að létta skattabyrði lágtekjuhópa og tryggja þeim mannsæmandi framfærslu.“

Guðmundur segir að flokkurinn muni berjast fyrir fleiri réttlætismálum, eins og að hjálpartæki verði undanþegin virðisaukaskatti, afnám vasapeningafyrirkomulagsins, aukið lýðræði og gagnsæi í lífeyrissjóðum og afnám skerðinga vegna launatekna og afnám skerðinga vegna vaxtagreiðslna. A

„Allt eru þetta sanngirnis- og réttlætismál sem ætlað er að gera efri árin að gæðaárum en ekki hlaðin kvíða, einmanaleika, örbirgð og depurð. Því miður virðast þessar hóflegu kröfur eftirlaunaþega hafa fallið í grýttan jarðveg hjá stjórnvöldum, þrátt fyrir að Ísland leggi minnst allra OECD-ríkja í stuðning við málefni aldraðra.“

Skortir aldrei fjármagn í allskonar gæluverkefni

Guðmundur Ingi segir svo að það sé athyglisvert að stjórnvöld virðast aldrei skorta fjármagn þegar kemur að úthlutunstyrkjum til stórfyrirtækja, erlendri aðstoð, byggingu glerhalla, veglegum ráðstefnuhöldum eða öðrum gæluverkefnum.

„En þegar eftirlaunaþegar sem byggðu upp landið, biðja um sambærileg kjör og aðrir á verðbólgu- og vaxtatímum, skortir ekkert á festuna og aðhaldssemina í ríkisfjármálum. Borga þeim verst settu á ellilífeyrislaunum 70.000 kr. skatta og skerðingarlaust fyrir jólin ? Svarið er kjarnyrt: Nei.“

Guðmundur Ingi segir að lokum að eldra fólk eigi skilið áhyggjulaust ævikvöld og eftirlaun sem tryggja reisn.

„Við þurfum ríkisstjórn með nýja forgangsröðun þar sem velferð eldra fólks er sett í öndvegi eins og áður. Það er löngu tímabært að Ísland standi undir nafni sem göfugt velferðarsamfélag fyrir alla, óháð aldri. Flokkur fólksins er sá flokkur sem hefur barist fyrir þessum málefnum síðan hann komst á þing árið 2017 og við munum halda því áfram fáum við umboð kjósenda til þess.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Foreldrar leikskólabarna í Fossvogi búnir að fá sig fullsadda af líkbrennslunni – „Anda skaðlegum svörtum reyk ofan í litlu lungun sín“

Foreldrar leikskólabarna í Fossvogi búnir að fá sig fullsadda af líkbrennslunni – „Anda skaðlegum svörtum reyk ofan í litlu lungun sín“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ferðamaður kom að gistiheimilinu tómu og fylltist kvíða – Skýringin er það íslenskasta sem þú hefur heyrt í dag

Ferðamaður kom að gistiheimilinu tómu og fylltist kvíða – Skýringin er það íslenskasta sem þú hefur heyrt í dag
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir kennara ekki vera í alvöru verkfalli – „Missir ekki svefn þó nokkur lítil börn úti í bæ séu svipt skólastarfinu“

Segir kennara ekki vera í alvöru verkfalli – „Missir ekki svefn þó nokkur lítil börn úti í bæ séu svipt skólastarfinu“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Læknir krefur mann um þrjár milljónir króna vegna hótana

Læknir krefur mann um þrjár milljónir króna vegna hótana
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Getur ekki orða bundist eftir að hafa hlustað á Sigmund Davíð í gærkvöldi

Getur ekki orða bundist eftir að hafa hlustað á Sigmund Davíð í gærkvöldi
Fréttir
Í gær

Bankarnir græði á meðan almenningi blæðir – „Þess í stað stungu bankarnir þrír ávinningnum af skattalækkuninni í vasann“

Bankarnir græði á meðan almenningi blæðir – „Þess í stað stungu bankarnir þrír ávinningnum af skattalækkuninni í vasann“
Fréttir
Í gær

Guðrún minnir lækna á að alnæmi sé ekki dautt úr öllum æðum – Marga mánuði tók að greina það hjá tveimur íslenskum konum

Guðrún minnir lækna á að alnæmi sé ekki dautt úr öllum æðum – Marga mánuði tók að greina það hjá tveimur íslenskum konum