fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Veðurstofan varar við vonskuveðri um nánast allt land

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. nóvember 2024 07:28

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi um stóran hluta landsins vegna sunnan storms eða hvassviðris. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra en þar má búast við allt að 35-40 metrum á sekúndum í hviðum.

Ekki er búist við því að veðrinu sloti fyrr en seint í kvöld en á Vestfjörðum má til dæmis gera ráð fyrir suðvestanstormi og éljum. Hvassast verður norðantil á Vestfjörðum þar sem hviður geta farið yfir 35 metra á sekúndu. Búast má við éljagangi með takmörkuðu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Ekkert ferðaveður verður á þessum slóðum.

Gular viðvaranir eru svo í gildi á Faxaflóa, Breiðafirði, Miðhálendinu, Austurlandi og Austfjörðum en þar verður varasamt ferðaveður í allan dag og hviður staðbundið yfir 30 til 35 metrar á sekúndu.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að kröpp og dýpkandi lægð, skammt suðvestur af Reykjanesi, valdi þessu vonskuveðri en lægðin hreyfist norður á bóginn.

„Gengur á með hvassri sunnanátt eða stormi, rigningu og hlýindum, en þurrt að kalla á Norður – og Austurlandi. Þegar lægðin fer skammt undan Vestfjörðum, gengur í suðvestanstorm eða -rok á norðanverðu landinu, jafn vel staðbundið ofsaveður norðvestantil, með skúrum eða éljum. Reikna má með hríðarveðri á Vestfjörðum og Ströndum um tíma eftir hádegi og því ekkert ferðaveður á þeim slóðum.“

Veðurfræðingur bendir á að gular viðvaranir séu í gildi um mest allt land sem breytast í appelsínugult fyrir norðan upp úr hádegi. Syðra veður talsvert hægara en dálitlar skúrir en það lægir um allt land í kvöld og í nótt og rofar til.

„Víða varasamt ferðaveður í dag og er fólk því hvatt til að sýna aðgát, tryggja lausamuni og helst fresta ferðalögum norðanlands síðdegis, ef hægt er. Suðaustankaldi, víða skúrir og milt veður á morgun, en yfirleitt bjartviðri og nálægt frostmarki á Norður- og Austurlandi. Útlit helgarinnar sveiflukennt, væta með köflum og milt á laugardag, en órólegt veður og kólnandi á sunnudag, jafnvel slydda eða snjókoma til fjalla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg