fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

 „Þetta var allt svikið“ – Katrín sögð hafa selt landið án heimildar í lögum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. nóvember 2024 08:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samningur sem gerður var árið 2013 um sölu flugvallarlandsins í Skerjafirði er lögbrot því Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, gekk lengra en hún hafði lagaheimildir fyrir.

Þetta segir Njáll Trausti  Friðberts­son, formaður fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is, í viðtali í Morgunblaðinu í dag.

Njáll vísar í samning á milli ríkis og borgar sem Katrín og Dagur B. Eggertsson, þáverandi borgarstjóri, undirrituðu.

Samkomulagið fólst í sér að ríkið seldi borginni 111.800 fermetra af flugvallarlandi. Njáll segir að samkomulagið hafi hins vegar farið langt út fyrir þær heimildir sem fjárlög ársins 2013 gerðu ráð fyrir.

Þannig hafi verið í fjárlögum ársins 2013 heimild til að ganga til samninga við Reykjavíkurborg um sölu á hluta eða öllu því landi ríkisins við Reykjavíkurflugvöll sem sé utan flugvallargirðingu. Aðrar heimildir til sölu á ríkiseignum í frumvarpinu eru orðaðar þannig að það sé skýr heimild til sölu. Varðandi flugvallarmálið kom fram að einungis væri heimilt að ganga til samninga.

Blaðið ræðir einnig við Ögmund Jónasson sem var innanríkisráðherra á þessum tíma. Hann kveðst ekki hafa komið að samkomulaginu sem Dagur og Katrín gerðu. Hann kom þó að samkomulagi við Reykjavíkurborg um byggingu samgöngumiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli sem var forsenda þess að NV-SA brautin var lögð niður.

„Núna er árið 2024 og hvar er flug­stöðin? Þetta var allt svikið,“ seg­ir Ögmund­ur við Morgunblaðið í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg