Þetta segir Njáll Trausti Friðbertsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, í viðtali í Morgunblaðinu í dag.
Njáll vísar í samning á milli ríkis og borgar sem Katrín og Dagur B. Eggertsson, þáverandi borgarstjóri, undirrituðu.
Samkomulagið fólst í sér að ríkið seldi borginni 111.800 fermetra af flugvallarlandi. Njáll segir að samkomulagið hafi hins vegar farið langt út fyrir þær heimildir sem fjárlög ársins 2013 gerðu ráð fyrir.
Þannig hafi verið í fjárlögum ársins 2013 heimild til að ganga til samninga við Reykjavíkurborg um sölu á hluta eða öllu því landi ríkisins við Reykjavíkurflugvöll sem sé utan flugvallargirðingu. Aðrar heimildir til sölu á ríkiseignum í frumvarpinu eru orðaðar þannig að það sé skýr heimild til sölu. Varðandi flugvallarmálið kom fram að einungis væri heimilt að ganga til samninga.
Blaðið ræðir einnig við Ögmund Jónasson sem var innanríkisráðherra á þessum tíma. Hann kveðst ekki hafa komið að samkomulaginu sem Dagur og Katrín gerðu. Hann kom þó að samkomulagi við Reykjavíkurborg um byggingu samgöngumiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli sem var forsenda þess að NV-SA brautin var lögð niður.
„Núna er árið 2024 og hvar er flugstöðin? Þetta var allt svikið,“ segir Ögmundur við Morgunblaðið í dag.