fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Reynir laut í lægra haldi fyrir Árvakri og Atla í Landsrétti – Segir upp Mogganum í sparnaðarskyni

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 7. nóvember 2024 18:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í dag dóma Héraðsdóms Reykjaness frá 22. febrúar 2023 yfir Reyni Traustasyni og útgáfufélagi hans Sólartún ehf., sem rekur fréttamiðilinn Mannlíf um að greiða Árvakri og Atla Viðari Þorsteinssyni bætur, fyrir fréttaskrif upp úr minningargrein Atla Viðars sem birt var í Morgunblaðinu. 

Málskostnaður var felldur niður í Landsrétti en að auki þarf Reynir og Mannlíf að fá dómsniðurstöðuna birta í prentaðri útgáfu Morgunblaðsins.

Sjá einnig: Atli Viðar og Árvakur lögðu Mannlíf vegna minningargreinaskrifa

Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins og mbl.is, stefndi Reyni Traustasyni, eiganda og ritstjóra Mannlífs og útgáfufélagi hans Sólartún ehf., fyrir fréttaskrif upp úr minningargreinum sem birtust í Morgunblaðinu. Árvakur krafðist þess að ritstjórinn og útgáfufélagið yrði dæmt til að greiða 1,5 milljónir þar sem Árvakur eigi útgáfu-og birtingarrétt minningargreinanna.

Gerðu sér mat úr minningargrein um bróður Atla Viðars

Atli Viðar Þorsteinsson, stefndi jafnframt Reyni og Sólartúni, en Atli Viðar skrifaði minningargrein um bróður sinn í Morgunblaðið. Mannlíf gerði sér mat úr minningargreininni, og skrifaði frétt og birti mynd af bróðurnum.

Atli Viðar steig meðal annars fram í ítarlegu helgarviðtali við DV þar sem hann ræddi meðal annars upplifun sína af fréttaskrifum Mannlífs.

Reynir áfrýjaði málunum til Landsréttar og krafðist þess að hann og félag sitt yrðu sýknaðir af kröfum Atla Viðars og Árvakurs.

Ný gögn lögð fram í Landsrétti

Við meðferð málsins fyrir Landsrétti lagði Árvakur fram nokkur ný gögn: Skjáskot af heimasíðu Morgunblaðsins 22. ágúst 2023 um skilmála minningargreina. Þar kemur meðal annars fram að með því að senda minningargrein í gegnum heimasíðu Morgunblaðsins sé höfundarréttur að hinu innsenda efni framseldur stefnda. Upphaflegur höfundur njóti ávallt sæmdarréttar að innsendu efni þrátt fyrir framsalið. Skjáskot af heimasíðu Morgunblaðsins 28. september 2021 þar sem fram kemur sú athugasemd að endurbirting minningargreina í öðrum miðlum sé óleyfileg nema með samþykki höfunda og Morgunblaðsins. Og yfirlit um að Atli Viðar hefði sent minningargrein þá er um er deilt í málinu inn til Morgunblaðsins 29. september 2021. Taldi Landsréttur gögnin sýna fram á Atli Viðar hafi framselt hinn fjárhagslega hluta höfundarréttar síns að umræddri minningargrein til Árvakurs.

Staðfesti Landsréttur að Reynir Traustason og Sólartún ehf., skulu greiða Árvakri hf., 50.000 krónur auk einnar milljónar í málskostnað. Og einnig að greiða Atla Viðari Þorsteinssyni, 300.000 krónur. Málskostnaður í máli Atla Viðars var felldur niður.

Dómana má lesa hér og hér. 

Atli Viðar er eins og búast má við hæstánægður með niðurstöðuna.

Segir dóminn munu kalla vandræði yfir fjölmiðla og fólk

Reynir tjáir sig um dóminn í færslu á Facebook-síðu sinni. Þar segir hann að lögmaður hans, Gunnar Ingi Jóhannsson, muni sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar.

„Þetta mál felur í sér algjört grundvallaratriði sem óhaggað mun kalla vandræði yfir fjölmiðla og fólk,“ segir Reynir.

Segir hann að með málshöfðuninni þurfi Árvakur að bera kostnað upp á „7-8 milljónir króna fyrir undirrétti og Landsrétti fyrir að halda úti tveimur lögmönnum til höfuðs litlum fjölmiðli. 

„Mannlíf þarf að bera sinn kostnað við að verjast auðkonunni Guðbjörgu Matthíasdóttur og félögum hennar. Það er ekki fjarri sanni að þarna sé fólk í krafti auðvalds að klekkja á aðilum sem ekki hafa úr að spila jafnmiklum fjármunum. Í sumum réttarríkjum eru lög til að verjast tilhæfulausum málsóknum.“

Segir Reynir að Árvakur hafi ekki látið nægja að höfða eitt mál á hendur honum sem eiganda Mannlífs heldur einnig fram spilað fram höfundi minningargreinar sem var vitnað til. 

„Þannig voru höfðuð tvö mál. Þeir greiddu lögmannskostnað þess einstaklings sem fékk dæmdar 300 þúsund krónur í bætur fyrir að vitnað var til minningarorða hans án þess að nafngreina höfundinn öðruvísi en sem bróður hins látna.

Krafa Árvakurs og skjólstæðings hans var upp á tæplega 3,5 milljónir króna en uppskera fjölmiðilsins áðurnefndar 50 þúsund krónur. Landsréttur breytir dómi undirréttar að því eina marki að Sólartúni er ekki lengur gert að auglýsa dóminn í Fréttablaðinu og skal kaupa auglýsingu í Mogganum,“ segir Reynir.

Eins og flestir ættu að vita er ekki hægt að fá dóminn birtan í Fréttablaðinu en Torg ehf., út­gáfu­fé­lag Frétta­blaðsins var lýst gjaldþrota 4. apríl 2023.

Reynir segir málið þannig vaxið að standi dómur í málinu gjörbreytir hann stöðu fjölmiðla og þrengi að þeim varðandi tilvitnanir.  „Það er eindregin skoðun mín að þarna hafi verið felldur dómur án þess að ígrunda afleiðingarnar og með ólíkindum að láta þann dóm standa.

Hagsmunir Sólartúns í málinu er ekki nema umræddar 350 þúsund krónur að því undanskildu að Mogganum tekst að koma því höggi á félagið að það þurfi að leggja út yfir þrjár milljónir króna til að berjast fyrir ritfrelsi og frelsi til tjáningar,“ segir Reynir. 

Í lokin segir hann: „Ég mun í sparnaðarskyni segja upp áskrift að Mogganum og spara þannig um 9 þúsund krónur á mánuði eða um 100 þúsund á ári.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Í gær

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt