fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

Jólahreingerning breyttist í martröð við bílaþvottastöð í Breiðholti

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. nóvember 2024 11:30

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manni sem rann í hálku við bílaþvottastöð í Breiðholti á Þorláksmessu með þeim afleiðingum að hann beið varanlegt líkamstjón af hafa verið dæmdar bætur af Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn hafði farið með bíl sinn á stöðina til að þrífa hann fyrir jólin og segja má því að jólahreingerningin hafi breyst í martröð.

Maðurinn höfðaði mál á hendur fyrirtækinu Löður, sem rekur þvottastöðina og tryggingafélagi þess Sjóvá-Almennum. Bílaþvottastöðin er við Stekkjarbakka og maðurinn fór þangað á Þorláksmessu 2021 en stöðin er sjálfvirk. Maðurinn sagði slysið hafa átt sér stað með þeim hætti að hann hafi ekið bíl sínum í eitt af þvottahólfum stöðvarinnar. Þaðan hafi hann þurft að ganga meðfram húsnæðinu að greiðsluvél þvottastöðvarinnar og greiða þar fyrir þjónustuna og ræsa þvottabúnaðinn. Þegar hann hafi stigið úr þvottahólfinu á malbikaðan hallandi flöt þar fyrir utan hafi hann fallið í mikilli hálku án þess að koma nokkrum vörnum við.

Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að við vettvangsgöngu fyrir upphaf aðalmeðferðar málsins hafi verið staðfest að hitalagnir séu í gólfi í þvottahólfinu sjálfu, en engar slíkar lagnir í malbikuðum fláa sem liggi þar beint fyrir framan og viðskiptavinir þurfi að ganga um til þess að komast í greiðsluvél stöðvarinnar.

Fann mikið til

Lögregla var kölluð á vettvang og fram kom í lögregluskýrslu að maðurinn hafi fundið mikið til í hægri handlegg og eftir að hafa ætlað að aka sjálfur á slysadeild hafi hann á endanum ekki getað það vegna verkja. Sömuleiðis kom fram að eftir slysið hafði starfsfólk Löðurs saltað flötinn þar sem maðurinn rann.

Maðurinn fór fram bætur úr tryggingu Löðurs hjá Sjóvá-Almennum vegna ófullnægjandi hálkuvarna. Því erindi var ekki svarað og úrskurðarnefnd vátryggingamála hafnaði bótaskyldu á þeim grundvelli að málsatvik væru óljós og sök ósönnuð.

Maðurinn leitaði til bæklunarskurðlæknis en samkvæmt matsgerð læknisins hlaut maðurinn áverka á hægri öxl við fallið á bílaþvottastöðinni sem metnir séu til 10 prósent læknisfræðilegrar örorku.

Í máshöfðun mannsins á hendur Löðri og tryggingafélagi þess Sjóvá-Almennum vísaði maðurinn enn til ófullnægjandi hálkuvarna og sagði að þeirra vegna bæri Löður ábyrgð á því líkamstjóni sem hann hefði orðið fyrir.

Ójóst

Í málsvörn fyrirtækjanna var meðal annars fullyrt að hálkuvörnum við bílaþvottastöðina hefði verið sinnt með fullnægjandi hætti. Var einnig fullyrt að sök þeirra væri ósönnuð þar sem óljóst væri hvar nákvæmlega slysið hefði átt sér stað, með hvaða hætti og þar að auki hefði maðurinn verið reikull í lýsingum sínum á slysinu.

Eins og áður kom fram er stöðin sjálfvirk en bæði Löður og Sjóvá-Almennar vildu meina að starfsmenn þess fyrrnefnda hefðu komið við á stöðinni allt að því nokkrum sinnum á dag og fylgst með því að allt væri í lagi. Allar kröfur laga og reglugerða hefðu verið uppfylltar og allt sem mögulegt var gert til að halda uppi vörnum gegn hálku, með snjóbræðslukerfi, söltun og stórri rist sem tekið hafi við vatni og þvottaefnum.

Vísuðu fyrirtækin til þess að hálka myndast víða á Íslandi og Löður hafi ekki getað borið ábyrgð á hverjum einasta hálkubletti við stöðina. Maðurinn hafi einfaldlega átt að gá betur að sér. Þar að auki hafi verið skilti á stöðinni sem vöruðu við hálku.

Kjöraðstæður

Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur er vísað til leiðarinnar sem maðurinn þurfti að ganga frá þvottahólfinu þar sem bíll hans var og að greiðsluvélinni. Halli væri á leiðinni og engar hitalagnir undir og því kjöraðstæður fyrir hálkumyndun þar sem óhjákvæmilegt væri að vatn bærist þangað frá þvottahólfinu.

Í skjali um verklag á stöðinni sem Löður hafi lagt fram hafi ekkert verið minnst á að fylgjast með hálkumyndun yfir daginn en slysið hafi átt sér stað um klukkan 14. Fyrtækið hafi heldur ekki leitt fyrir dóm neina starfsmenn sem hafi getað veitt upplýsingar um hálkuvarnir umræddan dag.

Héraðsdómur tekur ekki undir það Löðri og Sjóvá-Almennum að maðurinn hafi verið óljós í lýsingum á slysinu. Hann hafi bæði fyrir dómi og í vettvangsgöngu lýst því þannig að um leið og hann hafi stigið af gólfi þvottahólfsins yfir á gönguleiðina hafi hann runnið, hálkan hafi verið slík. Vitni að slysinu hafi einnig staðfest að hálkan hafi ekki verið vel sýnileg. Það sama hafi lögrelumaður sem kom á vettvang sagt.

Ríkar kröfur

Dómurinn hafnar því að maðurinn hafi sýnt af sér gáleysi. Hann hafi mátt vænta þess að Löður myndi sinna hálkuvörnum með sómasamlegum hætti. Viðvörunarmerki um hálku hafi umræddan dag verið lítt sýnileg á stöðinni. Gerði verði ríkar kröfur um öryggisviðbúnað í verslunar- og þjónustuhúsnæði sem almenningur sé hvattur til að sækja eins og eigi við um umrædda bílaþvottastöð.

Með dómnum er því óskipt bótaskylda Löðurs og Sjóvá-Almennra vegna slyssins viðurkennd. Ekki kemur fram í dómnum hversu háa upphæð maðurinn má vænta að fá í bætur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Handtóku meintan brennuvarg í Los Angeles – Grunaður um að hafa kveikt elda nærri heimilum stórstjarna

Handtóku meintan brennuvarg í Los Angeles – Grunaður um að hafa kveikt elda nærri heimilum stórstjarna
Fréttir
Í gær

Kínverskir ferðamenn sakaðir um óvirðingu – „Ég er ekkert hrifinn af því að fólk sé að príla upp á flakið“

Kínverskir ferðamenn sakaðir um óvirðingu – „Ég er ekkert hrifinn af því að fólk sé að príla upp á flakið“
Fréttir
Í gær

Skellt í lás á Bryggjunni brugghús og eigendur gjafabréfa áhyggjufullir

Skellt í lás á Bryggjunni brugghús og eigendur gjafabréfa áhyggjufullir
Fréttir
Í gær

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna
Fréttir
Í gær

Gróa lætur Íslandspóst heyra það – „Þetta finnst mér algjörlega óviðunandi þjónusta“ 

Gróa lætur Íslandspóst heyra það – „Þetta finnst mér algjörlega óviðunandi þjónusta“ 
Fréttir
Í gær

Stórhættulegur maður með andfélagslega persónuleikaröskun grunaður um fjölda brota – Sýnir enga iðrun og finnur ekki fyrir sektarkennd

Stórhættulegur maður með andfélagslega persónuleikaröskun grunaður um fjölda brota – Sýnir enga iðrun og finnur ekki fyrir sektarkennd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Löggan sat fyrir ferðamanni fyrir utan ÁTVR – „Gerist þetta oft?“

Löggan sat fyrir ferðamanni fyrir utan ÁTVR – „Gerist þetta oft?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“