fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Dómar Guðmundar og Ernu vegna stórfelldra fíkniefnabrota staðfestir – Sérsveitin réðst inn á heimili þeirra 2017

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 7. nóvember 2024 16:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms Reykjavíkur frá 21. september í fyrra yfir Guðmundi Þór Ármannssyni og Ernu Ósk Agnarsdóttur. Hlaut Guðmundur Þór 12 mánaða fangelsi og Erna Ósk 14 mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa vorið 2021 sótt og tekið á móti rúmlega 340 g af nær hreinu metamfetamíni sem ætlað var til söludreifingar í ágóðaskyni.

Fyrir Landsrétti kröfðust þau bæði sýknu en til vara mildunar refsingar, ákæruvaldið krafðist þyngri refsingar. 

Málsatvik eru rakin í dómi héraðsdóms og frétt DV fyrir rúmu ári. Fíkniefnin komu með póstsendingu sem var stíluð á móður Guðmundar. Þau Guðmundur og Erna útbjuggu falsað umboð frá móðurinni þess efnis að Erna hefði heimild til að sækja allan póst hennar. Framvísaði Erna hinu falsaða umboði og sótti sendinguna með fíkniefnunum. Átti þetta sér stað í afgreiðslu Póstsins í Mjóddinni. Afhenti hún sendinguna Guðmundi í strætisvagni á leið að heimili hans. Þar handtók lögregla parið.

Sjá einnig: Guðmundur og Erna sakfelld fyrir stórfellt fíkniefnabrot – Lentu áður í sérsveitinni

Í niðurstöðu Landsréttar segir að „engin rökrétt skýring á því að ákærðu ákváðu að sækja póstsendingu sem stíluð var á vitnið A, önnur en að þau hafi vitað hvað í sendingunni var en eins og fram er komið kannaðist vitnið ekki við að ákærði Guðmundur hefði nokkru sinni sótt fyrir það pakka á pósthús. Er framburður beggja ákærðu um að þau hafi ekkert um innihald sendingarinnar vitað metinn ótrúverðugur. Samkvæmt því verður talið að fram sé komin lögfull sönnun þess að ákærðu hafi í félagi 7. maí 2021 gert tilraun til að sækja og taka á móti þeim fíkniefnum sem greinir í a-lið ákæru eins og henni var breytt með bókun í þingbók 5. september 2023. Verða þau því sakfelld fyrir þann verknað sem þar greinir, að undanskildu því að hafa framvísað fölsuðu umboði eins og áður greinir.“

Var þeim einnig gert að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna, Guðmundur Þór alls 1.192.880 krónur og Erna Ósk 967.200 krónur. Ákærðu greiði óskipt annan sakarkostnað fyrir Landsrétti, 107.365 krónur.

Parið hefur komið við sögu lögreglu áður en Guðmundur var dæmdur í 11 mánaða fangelsi árið 2020 fyrir ýmis fíkniefnalagabrot. Árið 2017 ræddi Erna við fjölmiðla um innrás sérsveitar lögreglustjóra inn á heimili þeirra. Sagði hún sérsveitina hafa sýnt Guðmundi, sem ekki veitti neina mótspyrnu, óþarfa harðræði og beint byssu að fimm ára dóttur þeirra.

Sagðist Erna ætla að kæra yfirvöld vegna málsins en DV er ókunnugt um framgang málsins eftir það.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt