fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Demókratar eru farnir að kenna George Clooney um hvernig fór

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. nóvember 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna á nýjan leik í nýafstöðnum kosningum vestan hafs og er óhætt að hann hafi unnið með talsverðum yfirburðum.

Demókratar, með Kamölu Harris í broddi fylkingar, áttu varla séns þegar á hólminn var komið og fengu Reoúblikanar einnig meirihlutann í öldungadeild Bandaríkjaþings.

Demókratar eru nú farnir að skoða hvað fór úrskeiðis og vilja einhverjir meina að stórleikarinn George Clooney beri einhverja ábyrgð á því hvernig fór.

Eftir hörmulega frammistöð Joe Biden, sitjandi forseta, í kappræðum gegn Donald Trump urðu þær raddir sífellt háværari að Biden væri ekki nógu heilsuhraustur til að sitja í Hvíta húsinu annað kjörtímabil.

Clooney, sem hefur stutt dyggilega við bakið á Demókrötum, kallaði eftir því í sumar að Biden myndi stíga til hliðar og Kamala Harris taka við keflinu og berjast við Trump um hylli kjósenda. „Við munum ekki vinna kosningarnar í nóvember með þennan forseta,“ sagði Clooney.

Margir telja að þetta ákall stórleikarans hafi orðið til þess að Biden ætti ekki möguleika á að ná endurkjöri og því hafi hann ákveðið að láta gott heita.

Daily Mail segir að margir stuðningsmenn Demókrata séu nú farnir að kenna Clooney um það hvernig fór. Blaðamaðurinn Joshua Hartley birti skjáskot af ákalli Clooney í sumar, sem birtist á síðum New York Times, og sagði: „Þakka þér fyrir, George Clooney.”

Annar sagði að Donald Trump mætti ekki gleyma því að þakka stjörnunum í Hollywood fyrir að hann hafi náð kjöri. „Sérstaklega George Clooney,“ sagði viðkomandi. „Þetta er allt George Clooney að kenna,“ sagði enn annar og aðrir tóku í svipaðan streng.

Meira að segja stuðningsmenn Trump eru þakklátir afskiptum leikarans í sumar og sagði einn Trump hefði gleymt að minnast á „stuðning“ hans í þakkarræðu sinni þegar ljóst var að hann hefði náð kjöri sem forseti Bandaríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti