Landsréttur staðfesti í dag dóma Héraðsdóms Reykjaness frá 22. febrúar 2023 yfir Reyni Traustasyni og útgáfufélagi hans Sólartún ehf., sem rekur fréttamiðilinn Mannlíf um að greiða Árvakri og Atla Viðari Þorsteinssyni bætur, fyrir fréttaskrif upp úr minningargrein Atla Viðars sem birt var í Morgunblaðinu.
Staðfesti Landsréttur að Reynir Traustason og Sólartún ehf., skulu greiða Árvakri hf., 50.000 krónur auk einnar milljónar í málskostnað. Og einnig að greiða Atla Viðari Þorsteinssyni, 300.000 krónur. Málskostnaður í máli Atla Viðars var felldur niður.
Reynir tjáði sig um dóminn fyrr í dag og segist hann munu áfrýja til Hæstaréttar.
Sjá einnig: Reynir laut í lægra haldi fyrir Árvakri og Atla í Landsrétti – Segir upp Mogganum í sparnaðarskyni
Atli Viðar tjáir sig einnig um dóm Landsréttar og segir hann að aftur hafi hann og Árvakur unnið fullnaðarsigur.
„Nú reynir Reynir sitt allra örvæntingarfyllsta til að reyna að mála þetta mál, aftur, á Facebook síðu sinni (þar sem ég er blokkaðir btw) sem einhverskonar fjölmiðlafrelsismál þegar grundvallaratriðið hér er að hann var að reyna að græða smápeninga á dauða manns sem hafði búið alla sína ævi í Svíþjóð, var ekki íslenskur ríkisborgari, með enga samfélagsmiðlanálgun og svo óþekktur að fyrir þetta mál var hann algjörlega ógooglanlegur. Það eina sem Reynir vildi fá út úr þessu var að geta tekið skrif bugaðs einstaklings og búið til úr því féþúfu. Að geta grafrænt í friði.“
Segir Atli Viðar að þetta sé í annað sinn sem Reynir reynir að espa fjölmiðla upp gegn honu í þessu máli. Rifjar hann einnig upp að þegar eiginkona hans hafði lokið krabbameinsmeðferð og Atli Viðar var staddur í Englandi til hvíldar
„var það fyrsta sem gerist að ég fæ símtal frá RÚV þar sem ég er spurður út í þetta mál og hvaða álit ég hafi á þeim áhrifum sem það gæti haft á fjölmiðlun. Þegar ég rak fyrir hringjanda hvernig málið var tilkomið varð aldrei meir úr því, enda sá sem hringdi ekki kengbilaður sósíópatískur narsissisti. En fyrir mig var þetta enn eitt höggið, mér leið eins og nú væri einstaklingur með vald (Reynir) að nýta sér boðleiðir sem mér stóðu ekki til boða (fjölmiðla) til að reyna að koma mér úr jafnvægi (sem tókst).“
Fyrir sig persónulega segir Atli Viðar dóminn fyrst og fremst lokun á gersamlega ömurlegt tímabil í hans lífi „þar sem þessi mannfýla bjó leigulaust í hausnum á mér í meira en eitt og hálft ár, og þurfti EMDR meðferð til að reka hann þaðan út.
Þegar einhver eins og Reynir spyrðir sér saman við sorg manns mengast allt af honum, ég átti erfitt með að rifja upp minningar bróður míns án þess að hausinn fari í „Reynir Traustason gerði clickbait sorgarklám úr dauða bróður þíns“. Ég sá Reyni á bryggjunni á Flateyri og fór í fight or flight mode. Sama kvöld fékk ég svo að heyra á Vagninum hversu illa liðinn hann hefur alltaf verið þar í bæjarfélaginu, sem reyndar var ágætt. Mig dreymdi martraðir um að Reynir birti clickbait grein um konuna mína þegar hún var að ganga í gegnum krabbameinsmeðferðina. Siðleysið í að níðast á syrgjendum er svo algert að það nær engri átt.
Þessi sigur er fyrst og fremst sigur fyrir fjölmiðla því að Reynir markvisst leitaði uppi siðferðislegan botn fjölmiðla, og var rassskelltur fyrir. Þarna er botninn. Að níðast á syrgjendum. Reynir fann hann. Megi enginn fara þangað aftur.
Einstaklingar eins og Reynir munu aldrei geta litið í eigin barm og áttað sig á hvers konar ofbeldi þeir eru að beita annað fólk, og því er mikilvægt að taka þá og nudda þeim upp úr eigin hlandi.“
Segir Atli Viðar að honum hafi ekkert langað að vera sá sem þurfti að standa í því, aftur, en hann sé þakklátur fyrir að hafa fengið að taka þátt í því. Hann þakkar lögræðistofunni Juris, aftur, fyrir að hafa fram úr öllum hans væntingum í öllum samskiptum, heiðarleika og framkomu við einstakling í sárum.
„Ég gæti ekki beðið um meira. Nema kannski að Reynir Traustason verði gjaldþrota og fluttur úr landi. Lovjú öll sömul.“