fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Fréttir

„Verðum að ákveða að við ætlum að taka ábyrgð á þessu barni“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 6. nóvember 2024 11:30

Sigurþóra Bergsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ein lausnin er að við förum að hlusta á hvert annað. Við erum hér með barn sem getur ekki búið heima hjá sér, sem er að sýna mjög erfiða hegðun sem meiðir aðra, sem mun stefna í að meiða aðra og lífsgæði þessa barns eru bara vond. Við verðum að ákveða að við ætlum að taka ábyrgð á þessu barni, ekki bara segja nei hinn á að taka ábyrgð. Þessi leið að geta bara hent hlutum á milli hefur skapað svo hræðileg mál í kerfunum okkar,“

segir Sigurþóra Bergsdóttir, framkvæmdastýra Bergsins Headspace í viðtali við Kiddu Svarfdal í Fullorðins. Segir Sigurþóra að meðal annars megi horfa á harmleikinn á Stuðlum, þar sem 17 ára piltur lést í bruna 19. október síðastliðinn.

Heill dagur fór í að rífast um afeitrunarrúm á Landspítala

Segist hún geta nefnt sem dæmi rúm á Landspítala sem áttu að vera afeitrunarrúm fyrir ungmenni undir 18 ára aldri. „Ég eyddi heilum degi í vinnustofu, þetta var dýr dagur skal ég segja þér. Það voru 5-6 læknar sem hefðu getað verið inni að vinna sem læknar, tíu hjúkrunarfræðingar, félagsfræðingar og alls konar fólk. Mest af Landspítala og úrheilbrigðisráðuneytinu, á síðustu stundu segir Barnavernarstofa „við tökum ekki þátt í þessu“ út af einhverju en það var mikilvægt að þeir yrðu með.“

Sigurþóra segist hafa verið rifist um þetta mál heilan dag, meðal annars hvar stofan ætti að vera á spítalanum.

„Og þetta endaði í einhverjum bastarð, ógeðslega dýrum bastarð, ein stofa, eitt rúm, til fíkniafeitrunar fyrir barn. Og það eru svo ströng skilyrði að taka við þeim, þetta er svo lítið notað. Og Stuðlar fá yfirleitt þessa krakka í fangið. Það er bara veirð að flækja einfaldan hlut. Að sjálfsögðu þarf að taka ábyrgð á þessu, það þarf að taka ábyrgð á þessum börnum. Þetta kall kom eftir að barn dó, að það yrði einhver ábyrg fíkniafeitrun fyrir þessi ungmenni. Þetta er bara heit kartafla það vill enginn taka þetta.“

Segir ráðuneytin of mörg og báknið of stórt

Sigurþóra segir að ef við ætlum að vera með heilbrigðiskerfi og stýra landinu þá verðum við að taka ábyrgð á þessum málaflokki.

„Það sem við erum alltaf að eiga við er að við erum með alltof mörg ráðuneyti, skiptingu milli sveitarfélaga og ríkis, sveitarfélög brjáluð út í ríkið af því það er ekki búið að fjármagna málefni fatlaðra og annarra. Samfélagið okkar og kröfurnar sem við gerum….

Mál eins og mál barna með mjög flókinn vanda, við erum búin að magna upp þennan málaflokk af því sveitarfélög og ríki eru ósammála: hvar er þetta heilbrigðisvandamál? hvar er þetta fatlaðravandamál? hvar koma skólarnir inn í?

Sigurþóra situr í bæjarstjórn Seltjarnarness og skipar 4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður. Hún segir það mögulega möguleika að leysa þennan vanda með því að vinna með landsmálafélög versus ríki. Einhvern veginn þurfi að einfalda þessa vinnu.

Segir hún að búið sé að búa til nýja löggjöf í málefnum barnaog henni finnist spennandi ef hún fengi tækifæri til að fylgja því eftir að sjá hvernig hægt er að aðlaga lögin til að ná markmiðum þess. „Þess vegna langar mig á þing. Við erum allt of fá með allt of mikið bákn og við erum með allt of mikið af fólki sem eyðir tímanum sínum í að vísa frá sér málum í staðinn fyrir að vinna með þau og við getum alveg breytt því held ég.

Í öllum fjölskyldum er einhver sem hefur verið með fíknisjúkdóm, einhver sem hefur dáið vofveiflega, eitthvað sem hefur verið í gangi. Það að leysa þetta er ekki svona rosalega flókinn, vandinn er strúktúrinn á kerfinu og hvernig við dreifum peningunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sigurður G. mjög ósáttur við Sólveigu Önnu og Eflingu – „Þetta er þekkt taktík“

Sigurður G. mjög ósáttur við Sólveigu Önnu og Eflingu – „Þetta er þekkt taktík“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Klúður í Kópavogi: 12-15 atkvæði skiluðu sér ekki inn til talningar

Klúður í Kópavogi: 12-15 atkvæði skiluðu sér ekki inn til talningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn ómyrkur í máli – „Það er okkar sök og nú erum við að súpa seyðið af því“

Kristinn ómyrkur í máli – „Það er okkar sök og nú erum við að súpa seyðið af því“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eflingarfélagar mótmæla fyrir framan Finnsson Bistro í Kringlunni

Eflingarfélagar mótmæla fyrir framan Finnsson Bistro í Kringlunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut aðeins skilorðsbundinn dóm fyrir ofbeldi og ógnanir gagnvart fyrrverandi sambýliskonu – „drep svo pabba þinn“

Hlaut aðeins skilorðsbundinn dóm fyrir ofbeldi og ógnanir gagnvart fyrrverandi sambýliskonu – „drep svo pabba þinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigurjón dæmdur í átta ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu og syni hennar

Sigurjón dæmdur í átta ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu og syni hennar