fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Klessukeyrði bíl í eigu konu á bílastæði Kringlunnar – Konan fann hann ónýtan mánuði seinna heima á heimili hans

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 6. nóvember 2024 13:30

Maðurinn eyðilagði bílinn á bílastæði Kringlunnar. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur ógilt ákvörðun Héraðsdóms Reykjaness um að vísa frá máli konu sem sakaði mann um að eyðileggja bílinn sinn. Hann hafi átt að fara með bílinn í viðgerð í Hafnarfirði en hafi í staðinn tjónað bílinn í Kringlunni og svo hætt að svara í símann.

Hinu sérkennilega máli, sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum höfðaði, var vísað frá í héraðsdómi þann 15. október síðastliðinn. Ástæðan var sögð sú að rannsókn lögreglu hafi ekki verið fullnægjandi og ákæran hafi verið óskýr og ekki samræmst framlögðum gögnum.

Í ákærunni var maður sakaður um nytjastuld. Það er að hafa notað bíl í eigu konu í rúman mánuði í heimildarleysi, frá 30. janúar til 11. mars á þessu ári. Einnig að hafa tjónað bílinn með þeim afleiðingum að hann er ónýtur.

Hætti að svara í símann

Í gögnum málsins kemur fram að konan hafi afhent manninum bílinn þegar hún óskaði eftir því að hann lagfærði hana. Í dómnum kemur ekki fram hver tengslin eru á milli þeirra.

Hafi hann ætlað að aka bílnum á verkstæði sem hann hafi haft aðgang að í Hafnarfirði. Þegar hann hafi verið á leið þangað hafi hann fyrst skotist í Kringluna en lenti þá í árekstri á bílastæði verslunarmiðstöðvarinnar.

Eftir áreksturinn fór maðurinn með bílinn heim til sín. En þegar konan hringdi til að spyrjast fyrir um bílinn hætti hann að svara í símann. Á endanum fór konan fyrir utan heimili mannsins og fann þar bílinn tjónaðan.

Var þess krafist að manninum yrði gerð refsing og að greiða allan sakarkostnað. Einnig að hann myndi greiða konunni tæpar 1,6 milljón króna í bætur með vöxtum.

Játaði brotið en það dugði ekki til

Fram kemur í dóminum að maðurinn hafi ekki óskað eftir verjanda og játað sök í málinu. En það dugði ekki til því að dómari í héraðsdómi taldi sig ekki geta tekið afstöðu til sakarefnanna. Ákæran væri ekki nógu skýr til að hann gæti gert sér grein fyrir því hvað maðurinn var sakaður um og hvernig sú háttsemi væri talin refsiverð. Vísað sé til lagagreina um ásetning en ekki gáleysi.

„Vissulega kann háttsemi ákærða að flokkast sem nytjastuldur en eins og ákæran er framsett mætti ætla að ákærði hafi fengið umráð hennar með ólöglegum hætti og engin afstaða er tekin til þess hvenær umráðin urðu refsinæm,“ sagði í dómi héraðsdóms.

Fengu ekki að tjá sig

Landsréttur sneri þessu hins vegar við og skipaði héraðsdómi að taka málið fyrir til löglegrar málsmeðferðar á mánudag, 4. nóvember.

Ástæðan var sú að málsaðilum hafi ekki verið gefinn kostur á að tjá sig munnlega um málefnið áður en málinu var vísað frá dómi, það er um þá ágalla sem dómari taldi vera á því.

„Þar sem þess var ekki gætt verður ekki hjá því komist að ómerkja hinn kærða úrskurð og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar,“ segir í úrskurði Landsréttar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg