fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Íslendingur þarf að borga 1,2 milljónir fyrir tveggja daga innlögn á Landspítalann

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 6. nóvember 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk kona sem þurfti að leggjast inn á Landspítalann í tvo daga síðastliðið vor situr uppi með reikning upp á 1,2 milljónir króna. Þar að auki þarf hún að greiða um 57.000 krónur vegna komu á göngudeild í fjögur skipti eftir innlögnina. Konan er með íslenskan ríkisborgararétt en Landspítalann rukkaði hana um fullt verð fyrir innlögnina á þeim grundvelli að hún væri með lögheimili í Bandaríkjunum. Konan óskaði eftir því við Landspítalann að gjaldið fyrir sjúkrahúsvistina yrði fellt niður. Spítalinn hafnaði því og kærði konan þá málið til heilbrigðisráðuneytisins sem hefur staðfest ákvörðun Landspítalans.

Konan kom til Íslands í maí síðastliðnum. Hún leitaði til Landspítalans 27. maí vegna veikinda og var í kjölfarið lögð inn á gjörgæslu þar sem hún naut heilbrigðisþjónustu en hún var síðan útskrifuð af spítalanum 29. maí. Eftir útskriftina leitaði hún á göngudeild hjá Landspítalanum í fjögur skipti án þess að leggjast inn.

Þar sem konan var ósjúkratryggð á þessu tímabili var henni gerður reikningur upp á 1.246.283 krónur vegna legu sinnar á Landspítalanum auk þess sem henni var gerður reikningur upp á 57.604 krónur vegna komu sinnar í þessi fjögur skipti á göngudeildina.

Konan óskaði eftir því að Landspítalinn myndi fella reikninginn fyrir sjúkrahúsleguna niður. Í höfnun Landspítalans var vísað í að samkvæmt lögum um sjúkratryggingar hefði konan verið ósjúkratryggð hér á landi á þeim tíma sem hún lá inni á spítalanum. Landspítalinn vísaði einnig til reglugerðar um heilbrigðisþjónustu við þá sem ekki eru sjúkratryggðir á Íslandi og greiðslur fyrir þá heilbrigðisþjónustu og sagði að samkvæmt henni væri spítalanum skylt að innheimta kostnað vegna legu og komugjöld, samkvæmt gjaldskrá vegna ósjúkratryggðra, frá sjúklingum og gæta jafnræðis við þá innheimtu.

Enn veik

Í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að í kæru konunnar hafi komið fram að hún glími enn við veikindi auk þess sem þau hafi kostað hana umtalsverða fjármuni, bæði vegna þjónustu hjá Landspítalanum og utan hans. Sagði konan aðstæður sínar bágbornar. Konan byggði mál sitt á því á að hún væri íslenskur ríkisborgari og hefði verið með lögheimili á Íslandi þar til fyrir skömmu. Óskaði hún því eftir því að innheimta Landspítalans vegna legu hennar yrði líkt og hún hefði enn verið með lögheimili á Íslandi eða að innheimtan yrði lækkuð verulega.

Í umsögn sinni um kæru konunnar vísaði Landspítalinn enn til laga um sjúkratryggingar. Nánar tiltekið til 10. greinar laganna þar sem fram kemur að réttur til greiðsluþátttöku sjúkratrygginga falli niður þegar einstaklingur flytur lögheimili sitt frá Íslandi, nema sérreglur laganna eigi við um viðkomandi einstakling.

Landspítalinn vísaði einnig í áðurnefnda reglugerð um heilbrigðisþjónustu við þá sem ekki eru sjúkratryggðir á Íslandi og sagðist ekki hafa heimild til að veita undanþágur frá reglugerðinni eða lögum um sjúkratryggingar.

Í andsvörum sínum við umsögn Landspítalans sagði konan innheimtu spítalans ósanngjarna og óskaði eftir mati á því hvort jafnræðis hefði verið gætt.

Lögin og reglugerðin séu skýr

Í niðurstöðu heilbrigðisráðuneytisins segir að samkvæmt lögum um sjúkratryggingar, sé sá sjúkratryggður sem búsettur sé á Íslandi og hafi verið það a.m.k. síðustu sex mánuðina áður og að uppfylltum öðrum skilyrðum laga um sjúkratryggingar, nema annað leiði af milliríkjasamningum. Með búsetu sé átt við lögheimili í skilningi laga um lögheimili og aðsetur.

Með öðrum orðum íslenskur ríkisborgararéttur er ekki sjálfkrafa trygging fyrir því að vera sjúkratryggður á Íslandi.

Ráðuneytið segir liggja fyrir að konan hafi verið með lögheimili í Bandaríkjunum þegar hún var lögð inn á Landspítalann síðastliðið vor. Fyrir liggi að ekki sé í gildi milliríkjasamningur um sjúkratryggingar á milli Íslands og Bandaríkjanna.

Þess má geta að slíkir samningar eru t.d. í gildi á milli Íslands og Norðurlandanna.

Ráðuneytið segir lög um sjúkratryggingar og áðurnefnda reglugerð skýr. Landspítalanum sé ekki heimilt að fella niður reikninginn til konunnar og var því ákvörðun spítalans um að hafna ósk hennar um niðurfellingu staðfest.

Konan situr því uppi með reikning upp á 1,2 milljónir fyrir að hafa legið inni á Landspítalanum og notið þar heilbrigðisþjónustu í tvo daga, auk 57.ooo króna reikningsins fyrir komu á göngudeild spítalans í fjögur skipti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti