fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Íslendingar bregðast við sigri Trumps: Á algjörum bömmer – „Trump will FIX it. Takk.“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. nóvember 2024 09:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump er hársbreidd frá því að tryggja sér sigurinn í bandarísku forsetakosningunum. Yfirvofandi sigur hans hefur vakið mikið umtal á samfélagsmiðlum og sitt sýnist hverjum.

Íslendingar virðast margir þeirrar skoðunar að sigur hans sé mikið áhyggjuefni ef marka má ummæli þeirra á samfélagsmiðlum. Í þeim hópi er Svandís Svavarsdóttir, formaður VG og fyrrverandi ráðherra.

„Niðurstöður forsetakosninga í Bandaríkjunum eru mikið áhyggjuefni. Sú stefna sem hefur orðið ofaná sem m.a. stuðlar að auknum ójöfnuði, afneitar loftslagsvandanum og ræðst að grundvallarréttum kvenna. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt hér á Íslandi og annars staðar í Evrópu að standa vörð um grunngildin, lýðræð, mannréttindi, jafnrétti og loftslagsvernd,“ segir Svandís og bætir við á Facebook-síðu sinni:

„Við í VG munum halda áfram að leggja okkar af mörkum í baráttunni fyrir réttlátu samfélagi, kvennasamstöðu, verndun umhverfis og náttúru. Það verður enn brýnna eftir þessa niðurstöðu í forsetakosningunum í Bandaríkjunum.“

Á algjörum bömmer

Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson vísaði í texta úr hinu fræga lagi Popplag í G-dúr í færslu sinni: „Ég er hér staddur á algjörum bömmer, sé ekki úr augunum út.” Segir Jón að úrslitin geti breytt kosningabaráttunni hér heima. „Sameinuð Evrópa verður nú mikilvægari en fyrr,“ segir hann.

Atli Þór Fanndal, blaðamaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, var stuttorður í færslu sinni og sagði: „Ég veit nú ekki alveg hvort ég nenni alheimsbrexit.“

Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, er hins vegar hæstánægður með sigur Trumps.

„Sigurstund fyrir borgaralegt og vinnandi fólk um allan heim. Til hamingju, Trump, Vance, Repúblíkanar og Bandaríska þjóðin! Hetjulegur sigur Trumps nú í morgun yfir endalausri illsku og jafnvel líflátstilraunum andstæðinga hans. Lengi lifi Bandaríkin, bandalag ættjarðarvina úr öllum stéttum og af öllum kynþáttum – sem mun endurreisa Bandaríkin – frá lágkúru og stjórnleysi Biden-Harris tímabilsins!“

„BÆNG. Trump is back“

Snærós Sindradóttir fjölmiðlakona segir í Facebook-færslu sinni að sigur Trumps sé mikið áhyggjuefni.

„Það er eitthvað svo fjarstæðukennt að við jarðarbúar séum háð óstjórn og pólitískum sjúkleika í þremur stærstu ofurveldum heims, en höfum ekkert um það að segja. Það er ekkert geópólitískt jafnvægi til staðar, þegar Bandaríkin, Rússland og Kína eru jafn stór og öflug og raun ber vitni.

Þrátt fyrir að forsetakosningarnar í Bandaríkjunum séu greindar niður í öreindir, hvert einasta smáatriði sé til skoðunar svo misserum skiptir, þá er samt uppi blinda á það hvað fær bandarísku þjóðina til að tikka og við hverju má búast af henni.

Nú hefur hún lýðræðislega kosið mann í embætti sem olli miklum skaða á bandarísku samfélagi þegar hann sat þar síðast, og býður að þessu sinni fram stefnumál sem munu stórskaða bandarísk efnahagskerfi, nema burt mannréttindi, persónufrelsi og baða ríkasta fólkið í enn frekari hlunnindum. Manni fallast bara hendur,“ segir hún meðal annars í færslu sinni.

Kristján Berg Ásgeirsson, oft kenndur við Fiskikónginn, birtir mynd af sér með rauða húfu á höfðinu með áletruninni: Make America Great Again. Hann er ánægður með sigur Trumps: „BÆNG. Trump is back. Trump will FIX it. Takk.“

„Ég mun nú helga mig sögu Rómaveldis sem aldrei fyrr. Nútíminn er einum of,“ segir Illugi Jökulsson, fjölmiðlamaður og áhugamaður um sagnfræði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti