fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

500 þúsund króna LXS-sektin stendur

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. nóvember 2024 14:30

LXS-vinahópurinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað fjölmiðlanefnd og íslenska ríkið af kæru fjölmiðlafyrirtækisins Sýnar. Sýn krafðist þess að sú ákvörðun fjölmiðlanefndar frá árinu 2023 um að leggja á fyrirtækið 500.000 króna stjórnvaldssekt fyrir duldar auglýsingar í raunveruleikaþáttunum um LXS-samfélagsmiðlastjörnurnar yrði ógilduð en á það féllst dómstóllinn ekki.

Umræddar duldar auglýsingar snerust meðal annars um umfjöllun vinkvennanna um vinnustaði sína, World Class og Heklu, en fyrirtækin og vörur eða þjónusta þeirra voru sýnd í afar jákvæðu ljósi.

Sjá einnig: Sýn brotleg vegna þáttanna um LXS-dívurnar – Þarf að greiða hálfa milljón í sekt

Málflutningur Sýn var á þá leið að það hefði ekki verið markmið umfjöllunarinnar að auglýsa umrædd fyrirtæki og engin greiðsla hafi borist fyrir hinar meintu auglýsingar.

Kristrún Kristinsdóttir, dómari í málinu, komst þó að þeirri niðurstöðu að óumdeilt væri að um dulin viðskiptaboð væri að ræða, jafnvel þó ósannað væri að greitt hefði verið fyrir birtinguna.

Sýknaði hún því fjölmiðlanefnd og íslenska ríkið af kröfu Sýnar.

Hér geta lesendur kynnt sér niðurstöðu Héraðsdóms

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg