fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Trump með myrk skilaboð til innflytjenda í lokaræðunni – Segist eiga von á stórsigri

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 5. nóvember 2024 11:30

Er Trump að taka þetta?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump flutti lokaræðu sína fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í dag á fundi með stuðningsmönnum sínum í Pittsburgh í Pennsylvaníu í gærkvöld.

Trump viðhélt fjandsamlegri orðræðu sinni í garð innflytjenda og sagði Bandaríkin vera „hernumið land“ (e. occupied country) og vísaði þar bæði til löglegra og ólöglegra innflytjenda. Hét hann því að „frelsa hverja borg og hvern bæ sem hefur orðið fyrir innrás og verið sigruð“.

Trump gerði lítinn greinarmun á óskráðum farandverkamönnum sem hann sagði hafa lagt undir sig íbúðakjarna í Colorado og þúsundum innflytjenda frá Haíti sem komu löglega til landsins og búa í Springfield Ohio.

„Þetta eru herinnrásir án einkennisbúninga. Það er það eina sem þetta er,“ sagði Trump og hét stórfelldum brottflutningi innflytjenda frá landinu.

Trump sagði að óskráðir innflytjendur hefðu myrt Bandaríkjamenn og hét því að stuðla að því að allir innflytjendur sem myrtu bandaríska borgara fengju dauðarefsingu.

Hann hét því jafnframt að blása lífi í bandaríska iðnaðarframleiðslu með háum tollum á innfluttar bílavörur frá Mexíkó og stál frá Kína, en hagfræðingar hafa sagt að þessi áform séu verðbólguhvetjandi.

Trump hefur ávallt haldið því fram að kosningasvindl hafi átt sér stað er hann tapaði fyrir Joe Biden árið 2020. Hann sagðist í gærkvöld telja að munurinn núna yrði svo mikill að það væri ekki hægt að stela kosningunum.

„Fjögur ár af Kamölu hafa ekki skilað neinu nema efnahagslegu helvíti fyrir bandarískan verkalýð,“ sagði Trump.

Sjá nánar á vef CNN.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg