Skessuhorn greinir frá þessu.
Grétar segir ljóst að tófa hafi ekki verið á ferð og telur hann fullvíst að hundar hafi verið að verki. Í viðtali við Skessuhorn segir hann að aðfarirnar hafi verið skelfilegar; sumar ærnar hafi verið flæmdar út í læk og drukknað en aðrar verið bitnar.
Þá segir hann vísbendingar uppi um að hundarnir hafi valdið usla á fleiri bæjum, til dæmis á Högnastöðum. Lögreglu og dýraeftirlitsmanni Borgarbyggðar hefur verið gert viðvart vegna málsins.
Í frétt Skessuhorns kemur fram að grunur beinist að tveimur ársgömlum hundum sem auglýst var eftir fyrir fimm dögum þegar þeir sluppu frá eiganda sínum á bæ í Norðurárdal. Grétar segist óttast að fleiri kindur liggi dauðar eða særðar og verður leitað frekar í dag.