Spurt var: Kosið verður til embættis forseta Bandaríkjanna þann 5. nóvember næstkomandi. Hvor frambjóðandinn vonar þú að sigri forsetakosningarnar í Bandaríkjunum?
89% svarenda sem tóku afstöðu vona að Kamala Harris sigri kosningarnar og 11% að Donald Trump sigri kosningarnar. Í tilkynningu frá Prósent kemur fram að marktækt hærra hlutfall kvenna en karla voni að Kamal Harris sigri, eða 93% kvenna og 84% karla.
Marktækur munur er á afstöðu til spurningarinnar eftir fylgi flokka. Marktækt hærra hlutfall þeirra sem myndu kjósa Miðflokkinn ef gengið yrði til þingkosningar í dag vona að Donald Trump myndi sigra en þau sem myndu kjósa aðra stjórnmálaflokka.
Úrtak könnunarinnar var 2.200 einstaklingar, 18 ára og eldri, og var svarhlutfall 48%.