fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Ásmundur Einar kófsveittur í dimmu tjaldi – „Ég er alveg geggjaður“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 5. nóvember 2024 19:30

Ásmundur Einar í seremóníunni. Myndir/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, fer reglulega í svett tjald hjá Tolla Morthens og svitnar rækilega. Hann segir að það geri mikið fyrir sína andlegu heilsu.

„Þetta er eitthvað sem ég geri reglulega með Bataakademíunni,“ segir Ásmundur Einar í myndbandi á samfélagsmiðlum. „Ótrúlega flottur hópur fólks sem kemur hérna saman. Það verður ótrúleg orka. Hreinsar alveg svakalega og fær mann til þess að tengjast sjálfum sér og finna út af hverju maður er að þessu öllu saman.“

Tolli lykilmaður í svettinu

Listamaðurinn Tolli Morthens hefur komið að uppsetningu og rekstri nokkurra svett tjalda, eða svitahofa, á Íslandi. En þessa iðkun má rekja vestur til frumbyggja Ameríku. Í svett tjöldum eru bornir heitir steinar inn og ausið á þá vatni. Þar fer svo fram söngur, trommusláttur og ýmis konar rítúöl.

Fyrsta svett tjaldið á Íslandi var opnað í Elliðaárdalnum fyrir um hálfri öld síðan. Önnur eru til dæmis í Hvammsvík í Hvalfirði og Krýsuvík, en Tolli hefur sagt „svettið“ hafa reynst mjög vel í meðferðarstarfi. Fyrir ekki svo löngu keypti Tolli ásamt nokkrum félögum skika nálægt Apavatni til þess að setja upp tjald.

Sjá einnig:

Tolli í svitakófi – Opnar nýtt svett tjald við Apavatn

Tolli kemur einmitt fram í myndbandi Ásmundar og rekur stuttlega sögu svettsins. Þetta sé heildræn nálgun í að heila líkama og sál.

„Ási hefur verið mjög öflugur liðsmaður með okkur í þessari seremóníu og því sem við erum að gera,“ segir Tolli.

Sveittur og tómur en samt fullur

Þegar líður á í myndbandinu er Ásmundur orðinn léttklæddari, rauður í framan og mjög sveittur.

„Ég er alveg geggjaður,“ segir hann aðspurður um hvernig hann hafi það. „Þetta ferðalag er rétt að byrja.“

„Ég er þreyttur, tómur en samt einhvern veginn alveg fullur,“ segir hann enn seinna, inni í dimmu tjaldinu. „Þetta er yndislegt.“

Löng áfallasaga tengir hópinn

Í færslu með myndbandinu segir Ásmundur að í svettinu með Bataakademíunni hittist alls konar fólk með alls konar bakgrunn sem sé að takast á við alls konar hluti. Flest fólkið eigi það þó sameiginlegt að vera að vinna úr langri áfallasögu.

„Maður gleymir því stundum að það þarf að hugsa um sjálfan sig og vinna í hinu ósýnilega,“ segir Ásmundur. „Það hefur hjálpað mér óendanlega að fá að vera hluti af þessum frábæra hópi fólks og ég hef óbilandi trú á því sem þau er að gera.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Það sem við vitum um árásina í Magdeburg – Íslendingar beðnir að láta vita af sér

Það sem við vitum um árásina í Magdeburg – Íslendingar beðnir að láta vita af sér
Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn banaði eiginkonu sinni og sagður ekki hafa brotið lög áður – Fékk dóm fyrir íkveikju árið 1992

Þorsteinn banaði eiginkonu sinni og sagður ekki hafa brotið lög áður – Fékk dóm fyrir íkveikju árið 1992
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði