fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Ágreiningur í VG um aðild Íslands að NATO: Svandís vill út en Finnur segir það ekki tímabært

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. nóvember 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oddvitar Vinstri grænna í Reykjavík eru ósammála um það hvort Ísland eigi að vera í NATO. Svandís Svavarsdóttir, formaður flokksins og oddviti í Reykjavík suður, telur að hagsmunum Íslands sé best borgið utan NATO en Finnur Ricart Andrason, oddviti í Reykjavík norður, er henni ósammála.

Fjallað er um þetta í Morgunblaðinu í dag. Þar segir Finnur að því fylgi bæði kostir og gallar að vera í bandalaginu.

„Kostirnir eru þeir að við njótum ákveðinnar verndar gagnvart ytri ógn ef hún steðjar að og það er gott að eiga bandamenn ef slíkt kemur upp. Gallarnir eru þeir að þetta er stórt bandalag og það getur verið varasamt að vera í bandalagi sem er hernaðarbandalag og getur mögulega í einhverjum tilfellum gert það að verkum að Ísland sé frekar skotmark, heldur en ef við værum utan við bandalagið,“ segir hann við Morgunblaðið og bætir við að hans skoðun akkúrat núna, eins og staðan er í heiminum, sé sú að þetta sé eitthvað sem við ættum ekki að skoða.

Svandís sagði í Spursmálum á mbl.is á dögunum að Íslendingar ættu frekar að einbeita sér að vörnum gegn netógnum, uppgangi hægri öfgamanna og heimilisofbeldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“