Um 40 skjálftar mældust á svæðinu á milli Sýlingarfells og Stóra Skógfells á fjórða tímanum í nótt. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir í frétt RÚV að mesta virknin hafi gengið yfir á um það bil hálftíma. Var viðbragðið virkjað að hluta þar sem ekki var hægt að útiloka að kvikuhlaup gæti verið að hefjast.
Salóme segir í frétt mbl.is að þetta hafi litið grunsamlega út og hagað sér eins og byrjun kvikuhlaups. Mögulega hafi þetta verið kvikuinnskot sem stöðvaðist.