Um var að ræða bæði pólitíska fanga sem og hefðbundna fanga sem hlotið höfða dóma fyrir ýmis brot. Voru það undirverktakar á vegum fyrirtækisins sem létu fangana vinna, meðal annars við að smíða vörur og pakka þeim í umbúðir.
Fyrst var greint frá málinu fyrir rúmum áratug og var endurskoðunarfyrirtækið Ernst & Young fengið til að rannsaka málið. Skýrsla leit dagsins ljós árið 2012 og kom fram í henni að einhverjir framkvæmdastjórar IKEA voru meðvitaðir um að pólitískir fangar væru notaðir í nauðungarvinnu á áttunda og níunda áratug 20. aldar.
Þýska alþýðulýðveldið, eða Austur-Þýskaland eins og það er oftast kallast, var stofnað á hernámssvæði Sovétríkjanna í Þýskalandi eftir seinni heimsstyrjöldina. Tugþúsundir fanga eru sagðir hafa unnið nauðungarvinnu í fangelsum og eru fjölmörg fyrirtæki sögð hafa nýtt sér þetta. Einstaklingar voru oft fangelsaðir fyrir litlar sem engar sakir og fylgdist ríkisöryggisráðuneyti landsins, Stasi, vel með þegnum sínum í gegnum umangsmikið net uppljóstrara.
IKEA í Þýskalandi tilkynnti á dögunum að fyrirtækið hefði sett sex milljónir evra í fyrrnefndan sjóð sem notaður verður til að greiða pólitískum föngum sem unnu nauðungarvinnu bætur. Þýska þingið mun á næstu vikum staðfesta stofnun sjóðsins, að því er segir í frétt CNN.