Ísland er öruggasti áfangastaðurinn fyrir ferðamenn árið 2025 að mati Berkshire Hathaway Travel Protection, og færir sig upp um átta sæti frá síðasta ári. Matið byggir meðal annars á einkunn Íslands á Global Peace Index (GPI) en þar hefur Ísland löngum vermt fyrsta sætið, á könnun meðal fjölda amerískra ferðamanna sem og öðrum opinberum gögnum.
Toppsætið fær Ísland að þessu sinni byggt á nokkrum ólíkum þáttum. Svo sem út af þjóðveginum, þar sé umferð sjaldnast þung og þar með minni hætta á umferðaróhöppum. Eins er talið að hér sé glæpatíðni tiltölulega lág og að lítil hætta sé hér fyrir ferðamenn óháð kyni þeirra, kynhneigð eða kynþætti.
Listinn er eftirfarandi:
Listinn í fyrra var:
Sá fyrirvari er þó gerður við mælinguna að ekki sé hægt að meta fyllilega hættuna vegna náttúruhamfara og vissulega séu eldgos tíð á Íslandi.
Þegar kemur að hættunni á ofbeldisfullum glæpum er Ísland í 5. sæti, 7. sæti hvað varðar hættuna á hryðjuverkum, 8. sæti hvað varðar öryggi í samgöngum, 7. sæti hvað varðar aðgengi að heilbrigðisþjónustu, 7. sæti hvað varðar öryggi kvenna, hinsegin og fólks með annan hörundslit en hvítan. Helst voru það eldri ferðalangar sem gáfu Íslandi toppeinkunn en við lendum neðar meðal svarenda af yngri kynslóðunum.