Úrslit krakkakosninga RÚV voru kunngjörð fyrir stundu og þar kom í ljós að Sigmundur Davíð og Miðflokkurinn njóta vinsælda hjá blessuðum börnunum. Alls kusu 6.053 krakkar kusu í kosningunum en Miðflokkurinn var langstærstur með 25% fylgi. Píratar voru næst stærsti flokkurinn með 13,5% og Lýðræðisflokkurinn var með 13,5%. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 9% fylgi. Börnin eru greinilega ekki í takti við skoðanir foreldranna því þeir flokkar sem hafa verið að mælast hæstir í skoðanakönnunum, Samfylking og Viðreisn voru aðeins með 8,4% og 6% fylgi.
Spaugfuglinn Hrafn Jónsson sagði ljóst að ekki mætti hræra neitt í kosningaaldrinum
Aldrei lækka kosningaaldurinn pic.twitter.com/V6ueNfVwLi
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) November 30, 2024